23.7.2025 | 08:39
Kynþroska þriggja ára- vegna föður síns
Þriggja ára dönsk stúlka er komin á kynþroskaskeiðið vegna notkunar estrógens ekki að hún notið það sjálf, nei faðir hennar.
Líffræðilegur faðir hennar, sem skilgreinir sig sem konu, er sagður hafa notað svo mikið magn af estrógenkremi að það hefur borist til dóttur hans með líkamssnertingu og komið af stað ótímabærum kynþroska. Fáránlegt og hörmulegt atvik sem dönsk heilbrigðisyfirvöld ættu að taka af fullri alvöru.
Undir leiðsögn fagfólks
En saga stoppar ekki þar. Þetta átti sér stað undir faglegri stjórn dr. Astrid Højgaard, forstöðumanni Kynleiðsagnarsetursins í Álaborg læknis sem er þjóðþekkt fyrir yfirlýsinguna: ,,Ef við höfum engan sem sjá ekki eftir, þá erum við að meðhöndla of fáa." setning sem með öllum sínum skýrleika sýnir að hugmyndafræðileg sannfæring hefur yfirgnæft bæði læknisfræðilega varfærni og öryggi barna.
Ímyndaðu þér að heyra sömu setningu notaða í tengslum við aðra óafturkræfa meðferð á heilbrigðum líkama. Það myndi kalla á mótmælaraddir. En innan trans-meðferða virðumst við vera komin að þeim tímapunkti að eftirsjá og aukaverkanir eru ásættanlegar aukaskemmdir í tilraunameðferð, þar sem langtíma afleiðingar eru enn óþekktar og í vaxandi mæli gagnrýndar í löndum í kringum okkur. England, Svíþjóð og Finnland hafa öll hert reglur verulega. Danmörk er á eftir.
Það þarf ekki að útsýra hvers vegna þetta er hneyksli, þegar barn lítið barn er komið í kynþroska, vegna þess að foreldri smyr sig með tilbúnum kynhormónum. Það ætti ekki að geta gerst. Og það ætti ekki að gerast undir eftirliti í danska heilbrigðiskerfinu.
En kannski gerist það einmitt í Danmörku. Danska regnbogaráðið hefur í mörg ár varað við trans hugmyndafræðinni í heilbrigðisgeiranum. Kerfi sem hefur forgangsraðað hugmyndafræði fram yfir sönnunargögn, virkni fram yfir siðfræði og þar sem börn hafa orðið þátttakendur í læknisfræðilegu og samfélagslegu tilraunaverkefni.
Er ekki komið nóg
Þessi atburður ætti að vera lokpunktur. Rauð viðvörun. Það er ekki nóg að ræða biðlista og gagnagrunna. Við verðum að tala um mörk. Um ábyrgð.
Ræða um hvernig hormónabreytingar þriggja ára barns verða af völdum einhverri þörf fullorðins einstaklings til að fá staðfestingu á hvað hann upplifir sig. Ef kynvitund fullorðins einstaklings- og tengd meðferð- er heilsufarsleg hætta fyrir hans eigið barn þá er eitthvað rangt í grundvallaratriðum heilbrigðisþjónustunnar og leiðbeiningum þeirra og ekki síður vangetu félagsmálayfirvalda að grípa inn.
Finnst eftirsjá ekki skipta máli
Dr. Astrid Højgaard hefur áður sagt að hún ,,lifi vel með" því að sumir iðrast ,,kynskiptameðferðar." Nú virðist sem hennar faglega umhverfi þurfi einnig að læra að lifa með því að þriggja ára stúlka er fórnarlamb meðferðarinnar.
Danska regnbogaráðið getur ekki lifað með að einstaklingar sjái eftir ,,kynskiptameðferðum" og hefur kallað eftir endurskoðun á öllum ferlum. Betra að meðhöndla of fáa en of marga því læknisfræðileg inngrip eru ekki afturkræfanleg.
Í þessu tilfelli gerðist það versta sem getur gerst. Litla stúlka varð fyrir hormónaáhrifum, ekki vegna sjúkdóms, heldur vegna ákvörðunar fullorðins karlmanns um sjálfsmynd.
Þetta má aldrei gerast aftur en það mun gerast aftur, svo lengi sem heilbrigðisyfirvöld velja hugmyndafræði fram yfir læknisfræði.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning