18.7.2025 | 08:10
Hvar er landlæknir, María Heimisdóttir, í umræðunni?
Það er umhugsunarvert þegar landlæknir talar um ljósabekki og skaðsemi þeirra á börn og ungmenni. Húðlæknar hafa lagt fram tillögu um að banna alfarið notkun þeirra. Gott mál, hún hlustar.
Hvar er hins vegar landlæknir þegar rætt er um hormónablokka og krosshormón sem notuð eru á börn? Læknar almennt? Af hverju tjáir landlæknir sig ekki um skaðsemi þeirra?
Fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra var jafn þögull um skaðsemi lyfjanna. Varla er um vanþekkingu þeirra að ræða? Varla er um lesskilningsvandi á rannsóknir að ræða eða Cass skýrsluna!
Í dag er ekki hægt að segja að enginn viti um skaðsemina. Heldur ekki landlæknir, nema hann blekki landsmenn vísvitandi.
Í Bitinu sagði María ,, Vegna þess hvað þetta er hættulegt, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar. Það er á okkar ábyrgð að passa upp á börnin okkar og unga fólkið , segir María.
María Heimisdóttir er það ekki á okkar ábyrgð að passa upp á börnin okkar og unga fólkið þegar kemur að notkun hormónablokka og krosshormóna. Vitað er um marga fylgikvilla sem fylgja lyfjagjöfinni, en þú þegir þunnu hljóði. Af hverju?
Áfram heldur landlæknir ,, Það er sjálfsagt að hlusta á það líka en vísindin segja okkur alveg söguna... En María Heimisdóttir, hvað segja vísindin okkur um notkun hormónablokka og krosshormón?
Er það hlutverk landlæknisembættisins að setja bindi fyrir augun, eyrnatappa í eyrun og límband fyrir munninn þegar kemur að þessari skaðlegu lyfjgjöf fyrir börn og ungmenni?
Grípum aðeins niður í þessa grein
,, Gildi þessarar greinar felst í víðsýnni sýn hennar á áhættu sem aðgerðasinnar og læknahópar hafa of oft gert lítið úr eða hunsað. Þó að niðurstöðurnar séu ekki óyggjandi sönnun fyrir skaða í öllum tilvikum, færa þær sannfærandi rök fyrir varkárni, gagnsæi og vísindalegum heilindum - eiginleika sem oft vantar þegar menn flýta sér að grípa til læknisfræðilegra inngripa vegna ónota einstaklings í eigin skinni.
Víða um heim hafa menn látið af þessum skemmdarverkum á líkömum barna og ungmenna, en ekki á Íslandi. Það má sjá hér og hér sem dæmi.
Eftir hverju bíða landlæknirinn María Heimisdóttir og Alma Möller heilbrigðisráðherra?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning