Mjaðmir kvenna eru örðuvísi, er herskylda góð fyrir konur?

Eftir margra ára umræðu er kynhlutlaus herskylda nú í gildi. Nú verða það ekki bara karlar sem sinna herskyldu því konur sem urðu 18 ára 1. júlí og síðar verða kallaðar inn. Spurningin er; er herinn tilbúinn að taka á móti fleiri konum í herskylduna? Er búnaðurinn og menningin þannig að konur upplifi herskylduna á jafnréttisgrundvelli? Um það var fjallað í útvarpsþætti í Danmörku.

Ein þeirra sem tók þátt í umræðunni var Birgitte Baadegaard og hún segir svo frá.

Í umræðuþættinum greip ég frammí fyrir hugsjónafullri konu sem aðhyllist herskyldu fyrir kvenfólk. Hún sagði að auðvitað tæki það lengri tíma fyrir ungan kvenmannslíkama að ná sama styrk og karlmanns. Hún sagði að þess vegna hefði tíminn verið lengdur upp í 5 mánuði svo stúlkur gætu náð því.

Hér  stoppaði ég hana og sagði á þá leið, segir Birgitte Baadegaard:, það hjálpar ekki upp á mjaðmirnar- því það er ekki hægt að þjálfa þær til að verða karlmanns.

Og staðreyndin er: Mjaðmir kvenna er byggðar öðruvísi en karlmanns (þess vegna er hægt að greina kyn á beinagrindum…burtséð frá hvað viðkomandi hefur kallað sig).

Grindarhol kvenna er breiðara en karla og mjaðmirnar eru öðruvísi. Afleiðingin af ólíkri líffræði karla og kvenna er m.a. að karlar geta hlaupið og hoppað lengra og hærra. Grindarhol kvenna er hannað til að geta fætt börn (mjúkt, breitt, og hreyfanlegt). Já líffræðin er snjöll!

Og nei þetta er ekki umsemjanlegt, allt byggt á líffræði og staðreyndum.

Það þýðir ekki að konur geti ekki hlaupið og hoppað. Það þýðir bara að þær þurfa að gera það á annan hátt. Á þeirra forsendum. Forsendum kvenlíkamans.

Með máli mínu bendi ég á að líffræði karla og kvenna er ólík: geta konur keyrt bíl? Já en bíllinn er hannaður fyrir karlmenn og þess vegna slasast fleiri konur alvarlega en karlar í bílslysi, sérstaklega í kringum grindarholið og mjaðmirnar.

Í stuttu máli: Það er ekkert að konu, hún er hvorki veiklunda eða mjúk en bílinn er ekki búinn til fyrir hana.

Með tilliti til herþjónustu fyrir konur: frá og með nú getur hún ekki komið út úr bílnum á 11 mánuðum.

Getur þú enn eftir þessar staðhæfingar kallað herskyldu fyrir konur jafnrétti? Ef svo, lestu orð mín aftur. Í raun er þetta ójafnrétti sem hefur kostnað í för með sér segir Birgitte. Fyrir konur.

Jafnt er ekki sama og eins.2


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband