Daníel Ágúst Gautason prestur vill viðhalda staðreyndavillum

Biskup Íslands var kærður, stjórnsýslukæra. Er nema von að kristið fólk rísi upp. Guðs blessun. Framferði Biskups á hvergi heima. Að  skipta út kristnum gildum fyrir trúarbrögð trans-hreyfinga er ekki bara óásættanlegt heldur óviðeigandi með öllu.

Presturinn Daníel Ágúst Gautason undrast að menn setji sig upp á móti því sem alltaf hefur verið til. Hann gerir það í grein á Vísi. Það er bara ekki rétt hjá honum, það hefur aldrei verið hægt að skipta um kyn, hvað þá að kynin séu fleiri en tvö. Hins vegar hafa menn látið eins og það sé hægt, að breyta um kyn og að kynin séu fleiri.

Læknisfræðileg inngrip breyta ekki kyni, þau uppfylla aðeins ósk einstaklings um að láta breyta líkama sínum. Sumir kalla það limlestingar aðrir ,,kynleiðréttingu.“

Kynlitningar ljúga ekki, og það eru þeir ásamt líffærunum sem gera þig að kyni, annað tveggja karli eða konu. Prestar, kynjafræðingar, grunn- háskóla, og leikskólakennarar, stjórnmálamenn og kyngervlar breyta ekki þeim raunveruleika.

Tímabært að leiðrétta ranghugmyndirnar

Daníel Ágúst, er ekki tímabært að leiðréttar ranghugmyndir þegar kemur að kyni? Ég undrast að vel menntað fólk skuli hafna staðreyndum og vísindum, eins og prestar virðast gera í miklu mæli í dag og tala um mörg kyn. Kyn sem eru ekki til.

Börn þurfa ekki að heyra um undan brögð tungumálsins. Tölum sannleikann, kyn einstaklings er hvorki kurteisi né tilfinning, það er efnisleg staðreynd. Hættið, hjá kirkjunni, að tala hugmyndafræðilegt hrognamál og skiptið því út fyrir skýrleika. Skýrleikinn er að kynin eru tvö.

Kynvitund er hins vegar allt önnur Ella. Hver maður getur upplifað hvað sem vill, hann getur lifað í sinni kynjaveröld, líka prestar. Sjálfsagt að virða það, en ekkert segir að allir verði að vera sammála skilgreiningu einstaklings á hver eða hvað hann er.

Væri ekki nær, að þið þjónar kirkjunnar aðstoði börn og ungmenni sem halda að þau sé fædd í röngum líkama, leiðbeinið þeim og aðstoðið í stað þess að fylla þau af staðreyndavillum, sem aldrei breytast. Langoftast glíma þessi börn við andlegan óstöðugleika.

Daníel Ágúst, takið bara á móti öllum sem koma til ykkar, burtséð frá skilgreiningu, án þess að breyta kirkjunni í áróðursstofnun.

Það vill svo til að við eigum öll kirkjuna og kristna trú. Það er ekki á valdi presta sem aðhyllast trúarbrögð trans-hugmyndafræðinnar að breyta henni.  Látið af þessum tilraunum ykkar til að breyta kirkjunni í kynjaveröld fáránleikans.

,,Betri er sannleikur byrstur og grár en bláeygð lygin með glóbjart hár“ (S.Th.).

páll 1

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Loncexter

Eina leiðréttingin sem þörf er á, er að rétta af kynjahlutfall þjóðkirkjunar. Þar EIGA karlmenn að vera í forustu.

Jesú fékk sér lærisveina, en ekki lærisveinur.

Guð skapaði son til að bjarga mannkyninu, en ekki dóttur.

Konur eru jú ramm mikilvægar samt, en ekki á öllum stöðum og öllum stundum.

Loncexter, 10.7.2025 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband