Dýr og börn velkomin á kynningardaga HA í september, aðrir haldi sér til hlés

Það er athyglisvert að Háskólinn á Akureyri býður börnum og dýrum að koma á kynningu skólans í haust.

Þegar maður notar þetta málfar er ljóst til hvaða hóps er talað til.

,,Öll velkomin á Opinn dag í Háskólanum á Akureyri miðvikudaginn 10. september!“

Öll karlar, öll konur, öll einstaklingar, öll námsfúsir, öll nemar, öll stúdentar…nei þeir eiga ekki við það nema háskólafólkið á Akureyri sé svona illa að sér í íslensku.

Öll dýr, öll börn…eru hjartanlega velkomið. Við hin höldum okkur til hlés því háskólinn býður okkur ekki velkomin.

Ef háskólinn vill nota orðið öll um fullorðið fólk væri nær að segja ,,Verið öll velkomin.“

Neðar í auglýsingunni stendur og enn er ítrekað að höfðað er til dýra og barna. ,, Allar námsleiðir í grunnnámi verða kynntar á sérstökum básum og áhugasöm geta tekið þátt í gönguferð til að kynnast háskólasvæðinu.“

Áhugasöm stúdentar, áhugasöm maður, áhugasöm kona, áhugasöm nemar, áhugasöm fólk. Nei þetta gengur ekki.

Áhugasöm dýr og áhugasöm börn, já um þau er talað. Við hin erum ekki áhugasöm samkvæmt auglýsingu HA.

Þessi málnotkun er Háskólanum á Akureyri til háborinnar skammar.

Menn ættu að lesa þennan pistil, hann sést betur þegar smellt er á hann.

Öll vildu Lilju kveðið hafa


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband