8.7.2025 | 08:02
Hundrað ástralskir læknar vara við kynþroskablokkum
Læknar í Ástralíu hafa sent opið bréf þar sem kallað er eftir endurskoðun og aðgerðum gegn skaðlegum tilraunakenndum kynjameðferðum sem ungu fólki er veitt.
Sérhæfðir læknar skrifa m.a. undir og telja þetta hvetjandi skref til að vernda viðkvæm ungmenni. Langt er síðan að læknar tjáðu sig almennt um málaflokkinn, því þeir fáu læknar sem það gerðu voru jaðarsettir.
Ríkisstjórnin verður að grípa til aðgerða strax segja læknarnir. Þeir hvetja íbúa til að hafa samband við þingmenn sína til að gera þá meðvitaða um bréfið. Sama með lækna, gerið þeim viðvart svo þeir sjái aðvörunarorðin.
Brot úr bréfinu
Sem læknar skorum við á fagstofnanir okkar og eftirlitsstofnanir að viðurkenna og bregðast við nýlegri alþjóðlegri og staðbundinni þróun á sviði kynjameðferða ungmenna.
Þessi þróun bendir til þess, að það sem við þekkjum sem ,,gender affirmative treatment" líkanið (GAT), sem nú er notað á áströlskum opinberum kynjastofum, stofni heilsu og vellíðan berskjaldaðra barna og unglinga í hættu.
Breska Cass skýrslan, sem almennt er viðurkennd sem umfangsmesta endurskoðun á GAT hjá börnum, ásamt fjölda annarra yfirlita, ályktar að sönnunargögnin fyrir notkun kynþroskablokkum og krosshormónum fyrir ungt fólk, sem líður illa í eigin skinni, séu veikar og óvissa mikil í kringum notkunina.
Það er þekkt að þessi læknisfræðilegu inngrip fela í sér þekkta og hugsanlega hættu á skaða. Þar á meðal eru ófrjósemi, þvagfæra- og kynlífsvandamál, áhrif á bein-, heila-, hjarta- og æðaheilbrigði.
Vegna ofangreinds hafa lönd eins og Finnland, Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Brasilía og Bretland mælt með því að notkun kynþroskablokka verði takmörkuð hjá ólögráða börnum.
Staðan í Ástralíu
Staðlar í Ástralíu hundsa vísbendingarnar. Alríkis- og fjölskyldudómstóll Ástralíu studdist nýlega við niðurstöður Cass skýrslunnar og önnur klínísk sérfræðigögn.
Í dómi sínum sagði Strum dómari:
- Samþykkja Cass umsögnina.
- Taldi hættuna á skaða af kynþroskablokkum vera ,,óásættanlega."
- Hafnaði hugmyndinni um að kynvitund væri meðfædd og óbreytanleg.
- Gagnrýndi stefnu kynjastofunnar um fyrirvaralausa staðfestingu.
- Komst að því að háttsettur kynstaðfestandi læknir hafi brugðist skyldu sinni um óhlutdrægni sem sérfræðivitni.
- Fannst kynjastofan skorta nálgun sína á mati, greiningu og meðferðarúrræðum.
Dómskerfið hefur sýnt fordæmi um yfirvegaða, gagnreynda og viðeigandi greiningu sem áströlskum heilbrigðisstofnunum hefur hingað til mistekist að tileinka sér. Dómskerfið skilur ástralska lækna eftir í lagalegri hættu.
Stofnanir verða að bregðast við segja læknarnir. Vitað er að fjöldi barna og ungmenni sem upplifa ónot í eigin skinni hefur þúsundfaldast án rökrænna skýringa. Leiðbeiningar fyrir þessi börn skorti nægilega vísindalega og siðferðilega réttlætingu. Þær hafa ekki skilað þeim heilsufarslega ávinningi sem lofað var og því hafa önnur lönd breytt stefnu sinni á viðeigandi hátt.
Hvatning til fagfólks í Ástralíu
Ástralskar heilbrigðisstofnanir þurfa að bregðast við þessum sannfærandi sönnunargögnum til að forðast sömu mistök.
Við skorum á æðstu lækna- og fagstofnanir og eftirlitsstofnanir Ástralíu að hætta notkun kynþroskablokka, krosshormóna og skurðaðgerða fyrir börn og unglinga vegna skorts á sönnunum um ávinning af meðferðunum, en á móti þekkta hættu á alvarlegum skaða.
Við óskum eftir ótvíræðum ráðleggingum til stéttarinnar um að klínískt starf sem á að samræmast Cass skýrslunni og leiðbeiningum Landssamtaka starfandi geðlækna í Ástralíu, sem mælir með sálfélagslegum stuðningi sem fyrstu íhlutun fyrir ungt fólk sem líður illa í eigin skinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning