Tungumálið er ekki hlutlaust tæki, fyrri hluti

Tungumálið er ramminn sem við túlkum raunveruleikann með, skilgreinum réttindi og mótum vitund almennings. Þegar við missum nákvæmni í tungumálinu missum við getuna til að verja landamæri með skýrum hætti, sérstaklega þau orð sem eru nauðsynleg til að vernda viðkvæma hópa. Orðið ,,kona" hefur sérstaka merkingu sem á rætur sínar að rekja til líffræðilegs veruleika og eyðing orðsins er ekki aðeins spurning um merkingarfræði – það er stefnumótandi niðurrif á þeim tungumálagrunni sem kynvernd stendur á.

Að rugla, afbaka eða mýkja orðið til að koma til móts við hugmyndafræðilegar kröfur, eða trúarbrögð, er að ræna konur skýrleika, reisn og völdum. Orð skipta máli, því án þeirra verður sannleikurinn samningsatriði.

Staðfest hvað kona er
Úrskurður Hæstaréttar Bretlands, fyrr á árinu, staðfesti það sem hefði aldrei átt að fara fyrir dómstóla: að orðið ,,kona" vísi til kvenkyns fullorðins einstaklings. Þetta hefði átt að vera afgerandi augnablik, afturhvarf á traustan grundvöll. Þess í stað leiddi afgreiðslan í ljós eitthvað sem var mun meira áhyggjuefni – pólitískt landslag sem er rotið af hugleysi og tærðar stofnanir af hugmyndafræði í áratug.

Allt frá gylltum herbergjum Westminster til blaðamannaklefa Whitehall, hafa þeir sem bera ábyrgð á að vernda sannleikann og almannahagsmuni,  látið undan  draumi kynjahugmyndafræðinnar og snúið baki við grundvallarveruleikanum í þágu slagorða og speki í stað þess að standa vörð um sannleikann.

Keir Starmer, sem muldrar lagalegar orðagjálfur um leið og hann forðast alla ákveðna skilgreiningu á ,,konu", hefur ekki aðeins mistekist að leiða – hann hefur einmitt svikið kjördæmið sem hann segist vernda.

Þrátt fyrir að viðurkenna hljóðlega að ,,kona sé fullorðin kvenkyns einstaklingur" neitar forsætisráðherrann að draga fyrri fullyrðingu sína um að ,,trans konur séu konur" til baka. Skoska ríkisstjórnin undir stjórn Nicola Sturgeon leit á líffræðilegan veruleika sem óþægindi og beitti sér fyrir löggjöf um sjálfsauðkenningu í trássi við bæði andstöðu almennings og lagareglur.

Tungumálabrögð Anneliese Dodds – þar sem hún fullyrðir að ,,kona sé hver sá sem telur sig vera það" – er ekki góðkynja ruglingur; afbökunin er vandleg blanda af hugmyndafræðilegum undan brögðum og kvenfyrirlitningu sem dulbúin framsækin orðræða.

Aðrir opinberir einstaklingar hafa brugðist við úrskurði Hæstaréttar með undanbrögðum og vísvitandi misnotkun á tungumáli.

Bridget Phillipson, ráðherra kvenna og jafnréttismála, heldur áfram að tala um ,,trans konur" þegar hún ræðir stefnu, þrátt fyrir að halda því fram að þjónusta eigi að byggjast á líffræðilegu kyni.

Maggie Chapman, þingmaður skoskra græningja, lýsti úrskurðinum sem afrakstri ,,fordóma og haturs" og heldur áfram að vísa til karla sem ,,trans-kvenna" og virðir vísvitandi að vettugi niðurstöðu dómstólsins.

Þetta eru ekki tungutak – þetta eru úthugsuð svik. Hvert kæruleysislegt orð nærir rotnunina og hylur kvenfyrirlitningu í gervi framfara. Á tímum tvíræðni er skýrleiki ögrun.

Femínistarnir
Og svo eru það þeir sem selja sig sem femínista á meðan þeir dansa glaðir á gröf kvennréttinda. Deborah Frances-White, höfundur bókarinnar The Guilty Feminist, hefur gert feril úr því að velja fagurfræði femínismans um leið og hún hreinsar efni hans. Neitun hennar um að verja flokk kvenna á nokkuð þýðingarmikinn hátt er ekki yfirsjón heldur friðþægingarstefna. Uppgjöf hennar gagnvart hugmyndafræðilegum rétttrúnaði, vilji hennar til að stimpla andófskonur sem þröngsýnar og áköf misnotkun hennar á tungumálinu hefur ekki gert hana að bandamanni, heldur ambátt. Það er kominn tími til að vörumerki hennar nái pólitík hennar: Sekur kvenhatari.

Hvergi er þetta eins sorglega áberandi en í NHS (heilbrigðisstofnun). Í kjölfar úrskurðar dómstólsins mætti búast við því að heilbrigðiskerfið okkar myndi grípa tækifærið til að leiðrétta stefnuna. Þess í stað hélt hún fastar í fáránleikann. NHS Scotland hélt áfram að þrýsta á leiðbeiningar um ,,konur með blöðruhálskirtil" og ,,karla sem hafa tíðir" og hélt fast í gervivísindalega fáránleika jafnvel eftir skýringar hæstaréttar. Þessar setningar birtust í skjölum NHS svo nýlega sem árið 2024, eins og fram kemur í opinberum viðbrögðum við endurskoðun kynvitundarþjónustunnar. Með því staðfesti stofnunin opinberlega hollustu sína við hugmyndafræði fram yfir líffræði. Hvers vegna ættu konur að fela heilsu sína í hendur þjónustuaðila sem virðir ekki lengur kyn þeirra, sem lítur á orðið ,,kona" sem samningsatriði og sem hylur áhættuþætti karla með innihaldsríku orðalagi?

Þetta eru ekki framfarir – þetta er læknisfræðileg kvenfyrirlitning sveipuð pastelmálningu. Afleiðingin er vantraust, rangar greiningar og molnandi sáttmáli milli kvenna og heilbrigðiskerfisins sem ætlað er að þjóna þeim. Rotnunin er ekki ný af nálinni, en hnignunin hefur dýpkað – hljóðlát, lævís og viðurkennd að ofan. Leiðtogar NHS, í tilraun sinni til að friðþægja hugmyndafræðilegan rétttrúnað, hafa tært undirstöður læknisfræðilegs sannleika og kvenlegrar reisnar. Þetta eru ekki bara skrifræðisleg mistök - þetta eru svik við traust vafin inn í klínískt tungumál.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og sextán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband