1.7.2025 | 08:43
Svissneska kvennaliðið í fótbolta, góðar eða lélegar!
Konur þurfa að þjálfa sig eins og karlar þegar spila á fótbolta. Liður í þjálfun kvennalandsliðsins í Sviss er að spila á móti sem flestum. Ná æfingaleikjum áður en þær fara á stórmót sem er handan við hornið.
Stelpurnar spreyttu sig við U-15 strákalandsliðið, 15 ára strákar og yngri. Margir hefðu eflaust haldið að það yrði léttur leikur og stórsigur kvennalandsliðsins.
Nei, ó nei, þær töpuðu fyrir unglingsstrákum með 6 mörkum. Leikurinn fór 7-1. Hér verður ekki lagt mat á getu kvennanna því tilgangur greinarinnar er annar.
Fengu mikla gagnrýni
Stelpurnar, sem taka þátt í stórmóti á næstu dögum, voru gagnrýndar úr ýmsum áttum. Að þær séu ekki betri en 15 ára drengir þótti arfaslök frammistaða. Gagnrýninni var svarað á margvíslegan hátt.
Talsmaður kvennalandsliðsins sagði ,,Það er ekki óalgengt í kvennafótbolta að keppa á móti yngri liðum. Markmiðið: að koma með ákveðinn samkeppnisþátt. Áherslan á þessu undirbúningsstigi er á líkamlega þáttinn. Burtséð frá úrslitunum eru þessir æfingaleikir mjög svipaðir landsleikjum okkar hvað varðar ákefð og kílómetrafjölda."
Strákar eru öðruvísi en stelpur
Segja má að þessi leikur undirstrikar enn og aftur það er munur á karl- og kvenmönnum. Mikill munur eins og sjá má á umræddum leik. Meira að segja unglingsstrákar eru betri en fullvaxta kvenmenn. Það segir okkur ýmislegt.
Karlmenn eiga ekki heima í íþróttum kvenna, aldrei. Alvega sama hvaða nafni þær nefnast.
Líkamsbygging karlmanns er öðruvísi en kvenmanns. Vöðvabygging karlmanns er öðruvísi. Bein karlmanns er lengri og sterkari. Styrkur karlmanns er meiri. Þol karlmanns er meiri. Karlmaður er hávaxnari. Hjarta og lungu karlmanns eru stærri. Fitumagn líkamans hjá karlmanni er lægra. Sprengikraftur vöðva er meiri hjá karlmanni.
Allt þetta hafa karlmenn umfram konur og því er komin augljós ástæða fyrir að karlmenn, sem segjast konur, eiga ekki að koma nálægt kvennaíþróttum ef við ætlum að leyfa kvenmönnum að njóta jafnrétti í keppni, réttlætis og sanngirnis.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning