20.5.2025 | 06:35
Önnur sagan- þegar börnin eru ekki í sambandi
Ein ósýnileg áhrif trans-hreyfingarinnar er aðskilnaður fjölskyldunnar. Í Ástralíu hitti ég konu sem hefur aldrei hitt barnabarnið sitt, einfaldlega vegna þess að hún trúir ekki að karlar geti verið konur...þegar ég spurði hvort eitthvert þeirra hefði misst sambandið við börnin sín, réttu þau öll upp hönd.
Önnur sagan
Dóttir okkar fór að heiman um miðja nótt. Það beið greinilega bíll eftir henni sem ók henni út úr ríkinu. Hún var nýorðin 18 ára svo það var ekkert sem við gátum gert hvort sem er, en ýmislegt má lesa í þetta leynilega brotthvarf hennar og hvers vegna.
Brotthvarf hennar er vegna trans áhrifavalds á netinu. Þessi áhrifavaldur var utan ríkisins og kom til heimabæjar okkar til að hitta fjölda stúlkna í stúlknaskóla stelpunnar. Eftir að barnið okkar fór að heiman, um miðja nótt, sögðu önnur börn foreldrum sínum frá þessari heimsókn áhrifavaldsins og að þau hefðu verið hvött til að gera slíkt hið sama og dóttir okkar.
Aðeins barnið okkar fór alla leið en nokkur hinna barnanna voru sannfærð um að breyta nöfnum sínum, fornöfnum o.s.frv.
Eftir um það bil ár, án nokkurra tengsla, ákvað stúlkan okkar að hafa samskipti við ömmu sína. Svo hafði hún loks samband við mig og síðan móður sína. Við tölum reglulega saman núna.
Hún býr með manneskju, fæddri konu, sem gengur undir karlmannsnafni og kallar sig karlmann. Fyrir utan það að þær kalli sig báðar karlmenn virðast þær vera venjulegt lesbískt par. Hvorug þeirra virðist taka krosshormón eða ætla í aðgerð. Þær líta báðir út fyrir að vera kvenkyns en klæða sig aðallega í karlmannsföt. Undanfarið hafa þær deilt myndum af sér í kvenfatnaði.
Á næstu dögum birtast fleiri sögur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning