Sannleikurinn er ekki glæpur

Krystle Mitchell, fyrrverandi yfirlögregluþjónn með 15 ár reynslu í lögreglunni í Viktoríu, starfaði hjá jafnréttis- og aðlögunarnefnd. Í starfi sínu sinnti hún heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og nauðgunarkærum. Frá því að hún sagði af sér hefur hún talað gegn lagabreytingu Viktoríu Justice (Anti-rumification and Social Cohesion) sem lagt var fram sem frumvarp 2024, en samþykkt 2. apríl 2025.

Hún talaði á kvennafundinum þar sem trans-aðgerðasinnar lentu í útistöðum við lögreglu og reyndu að skemma fund kvennanna.

Lögin útvíkka vernd vegna hatursorðræðu til að ná yfir kynvitund, ásamt kyni, kynhneigð, kynþætti og trúarbrögðum, og innleiða refsiviðurlög allt að fimm árum fyrir að hvetja til haturs eða hóta.

Mitchell heldur því fram að þessi lög séu notuð sem vopn gegn konum eins og Kirralie Smith, sem á yfir höfði sér lögsókn fyrir að opinbera karlmann sem skilgreinir sig sem konu í kvennaíþróttum.

Hún sagði: ,,Í Viktoríu getur þú átt yfir höfði þér fimm ára fangelsi fyrir smygl á kannabis, vörslu óleyfilegs skotvopns eða fyrir meinsæri fyrir dómi – sama lengd dóms fyrir að ,,rægja" karlmann sem segist vera kona ef það veldur ,,skaða" eða ,,vanlíðan." Þessi lög eru pólitískt vopn. Þetta er ríkisviðurkennd gaslýsing og hún neyðir okkur til að segja hluti sem við vitum að eru rangir og ríkið refsar okkur fyrir að segja hluti sem við vitum að eru sannir.

Lögin gera ofbeldi karla ósegjanlegt - því ef hann segist vera kona og er með hárkollu er hann kona og lögreglan mun neyða fórnarlambið til að halda kjafti annars. Þetta snýst um völd. Þetta snýst um stjórnun á máli. Stjórn hugsunar - vald til að endurskilgreina ,,konu". Og þegar orðið kona þýðir ekkert. Við meinum ekkert".

Mitchell skrifar nú fyrir The Spectator Australia og talar fyrir réttindum kvenna.

Heimild


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband