Tímabært að konur taki höndum saman

Það er tímabært að konur sameinist um eitt málefni og leggja ágreiningsmálin til hliðar. Þetta er áskorun til allra kvennasamtaka og tengslaneta kvenna í Noregi, um að standa saman til að fá lögum um kynrænt sjálfræði í burt.

Lög um kynrænt sjálfræði og kynhlutlausa jafnréttisstefnu hafa skapað fleiri vandamál en flestir sáu fyrir. Opinber samtök, sem eru fjármögnuð af ríkinu, og stjórnmálamenn hafa lagt sitt af mörkum til að auka átök og gert alla umræðu um staðreyndir erfiða. Fyrir marga hafa hótanir um brot, lögreglurannsóknir og útilokun gert það að verkum að erfitt er að mótmæla lögunum.

Hugrakkar konur í Bretlandi unnu í Hæstarétti en í Noregi þarf að berjast gegn öfgafyllri lögum. Tími breytinga er upprunninn og tímabært að leggja ágreining til hliðar og sameinast um það sem við getum verið sammála.

Við teljum að baráttan um veruleik kvenna, réttinn til að lýsa honum, réttinn til að skilgreina eigin kynhneigð, réttinn til almenns skilnings á konum sem fullorðnum kvenkyns einstaklingi, réttinn til eigin rýma og réttinn til að flokka kynið kona í löggjöf, séu mikilvægustu baráttumál samtímans fyrir konur.

Án þess að geta skilgreint hvað kona er getum við ekki skilgreint réttindi kvenna.

Sem tengslanet kvenna og samtök getum við lagt ýmislegt að mörkum. Fyrir lesbíska róttæka femínista eru það aðstæðurnar sem þær hafa lent í, sem hafa bæði verið ómögulegar og óverðugar.

Þegar lögin krefjast þess að við viðurkennum karlmenn sem lesbíur erum við ekki lengur verndaður minnihlutahópur. Okkur er mismunað sem hópur að því leyti að við megum ekki lengur safnast saman í hagsmunasamfélagi þar sem karlar eru útilokaðir segja Kanatta Pedersen og Anne Marve.

Löggjöfin í dag grefur undan öllum kynbundnum réttindum kvenna og saman verðum við að breyta því.

Það sem þær stöllur segja á líka við um Ísland.

Heimild

335944418_1360156141444005_3334341549607576512_n


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband