Í heimavistar- og menntaskólanum studdu kennarar gagnrýnislaust löngun dóttur okkar til að skipta um kyn. Í báðum skólunum varð ,,Daníel reyndar svolítið frægur.
Þetta er fimmta greinin af fimm í tengslum við árs afmæli Cass-skýrslunnar. Greinaskil og feitletrun er þýðanda.
Það var í heimavistarskólanum sem dóttir okkar ákvað að hún væri strákur, en skólinn hélt því leyndu fyrir okkur. Starfsfólkið studdi hana heilshugar í löngun hennar til að skipta um kyn og í kjölfarið hafa kennarar og nemendur framhaldsskólans stutt hafa. Barnið okkar, sem ég mun vísa til sem dulnefnið Daníel, varð í raun svolítið frægt barn í báðum skólunum.
Daníel hafði ekki fundið nein merki um ónot í eigin skinni en eitthvað gerðist á kynþroska aldrinum þegar einhverfu hegðun gerði vart við sig. Hann átti erfitt með að fóta sig félagslega. Við skynjuðum líka að hann gæti laðast að eigin kyni. Í gegnum spjall á netinu, í vinahópnum og heimavistarskólanum fann Daníel skýringu á tilfinningu sinni að vera út undan og hann varð hluti af hópi. Sem ,,Daníel passaði hann inn.
Vísað til kynstofu
Daníel var fyrst vísað til kynstofnunnar CKI í Álaborg þegar hann var 18 ára og því fullorðinn. Biðtími á stofuna er eitt ár. Við vonuðumst eftir viðhorfsbreytingu hjá honum á meðan beðið var, eða að meðferðaraðilar myndi meta það svo að ekki væri þörf á kynskiptum. En hann hélt áfram og fékk já.
Með samþykki Daníels fékk ég að vera þátttakandi í einu viðtali hjá CKI Álaborg. Framlag mitt þar virtist óæskilegt af hálfu geðlæknisins. Viðbrögðin voru niðurlægjandi kennsla og skömm.
Mér var einnig tilkynnt að ungmenni sem sækir um hormónameðferð fær bara ,,nei við henni ef það þolir ekki hormónana af líkamlegum ástæðum t.d. vegna yfir- og undirvigtar eða hættu á milli verkunum með geðlyfjum.
Þetta var ógnvekjandi reynsla sem skildi mig eftir með tilfinninguna að áhyggjusamir foreldrar, sem höfðu kynnt sér óvissuna í tengslum við meðferð, væru álitnir óvinir, bæði unga fólksins og kerfisins.
Erfitt og maður er ráðalaus
Þetta hefur verið fjölskyldunni erfitt. Allar tilraunir til að ræða við Daníel um kynskipti hafa verið erfiðar og að vissu leyti skapað átök. Hann hefur séð nokkur myndbönd með fólki sem hefur séð eftir kynskiptum en finnst þau ekki eiga við sig. Þegar á heildina er litið er ekkert annað að gera en bara að vera til staðar fyrir Daníel.
Hann er löngu byrjaður á hormónameðferð og við sjáum ekki betur en líðan hans og heilsa sé verri í dag en áður. Áhugi Daníels á lífinu fyrir utan kyn hefur minnkað til muna. En hann hefur ekki breytt afstöðu sinni.
Móðir stúlku sem hefur áhyggjur, lesa má greinina hér.
Hér má lesa góða grein um svipað efni, Kynröskun stúlkna. Hin nýja ,,móðursýki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning