24.4.2025 | 06:37
Nú geta kvengervlar (karlmenn sem skilgreina sig sem konur) lifað eigin lífi og látið réttindi kvenna í friði
Tímamótadómur var kveðinn upp í Hæstarétti Bretlands m.t.t. jafnréttislaga. Kona er kvenkyns fullorðin einstaklingur.
Engin kona er með typpi eða pung, það eru kvengervlar sem hafa ásælst réttindi kvenna. Þeir hafa ásælst einkarými kvenna, kvennaathvörf, íþróttir kvenna, kvennaorðin og athafnir sem tilheyra bara konum. Nú er það vonandi búið. Allavega í Bretlandi og verður vonandi um allan heim.
Þegar kvengervlar hafa fengið þetta á hreint geta þeir lifað sínu lífi áfram án þess að ásælast í það sem er kvenmanna. Karlmenn með XY-litninga, pung og typpi eru ekki konur og Hæstiréttur var skýr í orðum sínum, líffræðin stjórnar þegar lög og réttindi kynjanna eru annars vegar.
Dómurinn hefur ekkert með óbeit á trans-fólki að gera, heldur sjálfsögð réttindi kvenna, að halda í réttindi sín og virðingu. Dómurinn gaf þeim þetta til baka.
Það er þyngra en tárum taki að það þurfi Hæstarétt til að segja fólki hvað kona er. Kona var, er og verður alltaf eins, fullorðin kvenkyns einstaklingur og enginn eða ekkert fær því breytt.
Hvaða réttindum finnst kvengervlum konur hafa tekið af þeim? Getur einhver svarað því?
Að fara inn á kvennasnyrtingar?
Að fara inn í sturtuklefa kvenna?
Að kvennaathvörf séu fyrir konur?
Að einungis konur afpláni í kvennafangelsi?
Að bara stúlkur og konur stundi kvennaíþróttir?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning