13.4.2025 | 07:23
Transfólk og meðfylgjendur þeirra kúga konur- Andri Sigurðsson
Áhugavert var að lesa þessi orð í grein Andra á Vísi í gær ,,Þetta þýðir ekki að við eigum að hunsa þá kúgun sem konur, hinsegin fólk eða aðrir hópar upplifa. Þvert á móti þurfum við að skilja hvernig kapítalisminn notar og viðheldur þessari kúgun til að viðhalda stéttaskiptingu.
Það er nákvæmlega það sem hefur gerst, kúgun kvenna í íþróttum er hundsuð af því örhópur (hinsegin) kúgar þær. Hvers konar kúgun búa íþróttakonur við. Jú karlmaður sem nær ekki góðum árangri í karlaflokki fær hugmynd, hrindir henni í framkvæmd og ákveður að skilgreina sig sem konu, en heldur typpi og pung, og keppir með og við konur. Þannig sigrar hann og hleypur af stað með gullverðlaun sem tilheyrir konu.
Það er ekki kapítalisminn sem kúgar íþróttakonurnar, nei það eru svokallaðar trans-konur. Ekki nóg með að konur séu kúgaðar af þessum körlum, sem skilgreina sig sem konur, heldur hafa þeir náð ákveðinni samúð með vók-tali og þess vegna ná þeir í mark. Þessum körlum á að vera vorkunn af því þeir tilheyra minnihlutahópi. Minnihlutahópi sem kúgar konur!
Andri segir líka í grein sinni Vókismi er tengdur þeirri hugmynd að ef þú ert ósammála okkur, hafir þú ekki aðeins rangt fyrir þér, heldur sér þú vond persóna. Vivek Chibber
Þetta er nákvæmlega meðferðin sem fólk fær sem hafnar körlum í kvennaíþróttir og inn í einkarými kvenna. Íþróttakonurnar sjálfar hafa orðið fyrir barðinu á vókisma.
Orðið TERF var búið til um fólkið sem stendur með konum sem vilja vernda réttindi sín, engin forréttindi eins og hinsegin hópurinn fær. Ekki nóg með það, refsivöndurinn óspart notaður af þessum minnihlutahópi til að kúga konur enn frekar. Og merkilegt nokk, þá eru það alltaf karlarnir sem kúga konurnar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning