Hættið að nota trans-fornöfn í kynferðisglæpamálum segja dómarar

Viðvörunin kemur í kjölfar vaxandi reiði baráttufólks vegna orðanotkunar ,,hún“ um karlkyns sakborninga fyrir dómi sem skilgreina sig konu.

Dómarar hafa verið varaðir við því að það sé ,,afar óviðeigandi" að vísa til karlkyns nauðgara sem segist skilgreina sig sem konur með þeim fornöfnum sem þeir kjósa.

Leiðbeiningar dómsmálaráðuneytisins koma í kjölfar vaxandi reiði baráttufólks vegna trans sakborninga sem eru líffræðilegir karlar og hafa beitt konur kynferðislegu ofbeldi og eru kallaðar ,,hún" fyrir dómi.

Dómurum hefur einnig verið sagt að þeir verði að forðast að álíta sakborninga sem gagnstætt kyn í málum sem varða ofbeldisbrot eins og heimilisofbeldi.

Tilskipun og leiðbeiningar

Tilskipunin, sem send var í síðasta mánuði til allra dómaraembætta í Englandi og Wales, vísaði þeim á uppfærðar leiðbeiningar í Equal Treatment Bench Book (ETBB) - opinberum leiðbeiningum um hvernig meðhöndla eigi einstaklinga fyrir dómstólum.

,,Í uppfærðri útgáfu ensku og velsku ETBB kemur skýrt fram að í sumum tilfellum er það þó ekki viðeigandi, eða jafnvel mjög óviðeigandi, að dómarinn noti fornöfn sakbornings sem hann kýs, til dæmis í tilfellum ofbeldis- eða kynferðisglæpa trans-geranda."

Í frekari leiðbeiningum var dómurum sagt að hætta að nota valin fornöfn trans-fólks í málum sem eru háð viðurkenningu á líffræðilegu kyni einstaklings til að forðast hlutdrægni.

Dómarar hvattir til að ,,lágmarka móðgun"

Það hefur orðið aukning í fjölskyldudómsmálum, þar sem foreldrar eiga í lagalegum deilum um að börnum þeirra sé heimilt að skipta um kyn. Dómarar eru hvattir til að vanda sig þannig að ekki halli á annan aðilann.

Dómurum er þess í stað ráðlagt að nota nafn trans einstaklingsins eða vísa til hans með kynhlutlausu fornafninu ,,þeir" til að ,,lágmarka móðgun".

Nýjustu ráðleggingar dómstólaembættisins voru gefnar út til að bregðast við nýlegum úrskurði um notkun fornafna í vinnudómi sem er til meðferðar í Skotlandi.

Mál hjúkrunarfræðingsins fordæmisgefandi

Hjúkrunarfræðingurinn Sandie Peggie, sem var vikið frá störfum hjá NHS Fife eftir að hafa kvartað undan að henni hafi  verið gert að nota búningsklefa með karlmanni, sem skilgreinir  sig konu og sagðist hafa orðið fyrir áreitni samkvæmt jafnréttislögum.

Ráðgjöfin var gefin út til að bregðast við úrskurði í vinnudómsins þar sem mál hjúkrunarfræðingsins Sandie Peggie er til meðferðar. Hún kvartaði yfir því að henni var skylt að nota sama búningsklefa og skipta um föt við hlið trans-læknis, sem hefur kynfæri karlmanns.

Dómarinn Sandy Kemp, sem hefur umsjón með málinu, úrskurðaði í síðasta mánuði að Peggie mætti vísa til Upton læknis sem karlmanns í gegnum dómstólinn svo framarlega sem það væri ekki gert  á ,,móðgandi hátt" eða af ,,tilefnislausu."

Hins vegar hafa áhyggjur meðal kvenréttindahópa aukist vegna dómara sem heimila að karlkyns kynferðisofbeldismönnum sem segjast vera trans sé vísað til með kvenkyns fornöfnum fyrir dómstólum.

Í september síðastliðnum var trans-nauðgari, Lexi Secker, sem var dæmd í meira en sex ára karlfangelsi, kölluð ,,hún" af dómara og lögfræðingum í réttarhöldunum í Swindon.

Kærkomið framfaraskref

Maya Forstater, framkvæmdastjóri baráttuhópsins Sex Matters, sagði við The Telegraph: ,,Það er léttir að sjá þessa viðurkenningu dómsmálaráðuneytisins að kyn skipti alltaf máli þegar vísað er til meintra gerenda ofbeldis og kynferðisofbeldis, þar sem þessir glæpir eru oftast framdir af körlum.“

,,Í of langan tíma hafa fórnarlömb þessara glæpa ekki aðeins þurft að heyra karlkyns gerendur kallaða ,,konur" og ,,hún/hana" fyrir dómstólum, heldur hafa þær sjálfar verið þvingaðar til að ávarpa gerandann sem ,,konur.“  

Sarah Phillimore, lögfræðingur í fjölskyldurétti, sagði: ,,Ég er mjög ánægð að sjá þetta - þetta er kærkomið skref fram á við, að viðurkenna að hugmyndafræði kynvitundar sé umdeild og ætti einfaldlega ekki að vera samþykkt af dómskerfinu.

,,Ég hef verið mjög undrandi sem fjölskyldulögfræðingur, að sjá dómara ekki aðeins samþykkja meinta kynvitund barns, heldur taka hana opnum örmum, að því marki að samþykkja óafturkræfa skurðaðgerð."

Heimild


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

 Þetta er orðið svo kjánalegt/fáránlegt að það væri réttast að núllstilla og afnema öll þessi fáránlegu kynvitundarlög.

Gestur (IP-tala skráð) 22.3.2025 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband