Kostulegt- í fjölskyldusjóðinn

Ragnar Þór greip til þess ráðs, til að milda almenningsálitið, að segja að um fjölskyldusjóð væri að ræða. Það má spyrja hvort hann fari svo illa með fjármuni að hann geti ekki lagt til hliðar af þingmannalaunum sínum næstu fjögur árin. Þar til viðbótar veitti Ásta Lóa eiginkonu Ragnars vel launað starf hjá ráðuneyti sínu. Nei þau lifa ekki af neinum sultarlaunum þessi ágætu hjón.

Verkalýðsforingjar sem mala eins og Rangar Þór hefur gert undanfarin ár um auðvald, ofurlaun, starfslokasamninga, réttlæti, jöfnuð o.s.frv. er nákvæmlega ekkert betri en þeir sem hann gagnrýndi. Sama með fráfarandi formann Rafvirkjasambandsins. Forkólfar verkalýðsins á þinginu, sýna versta fordæmið.


mbl.is Gagnrýndi sjálfur starfslokasamning formanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband