19.2.2025 | 09:23
Hefur atvinnu af að kæra þýsk fyrirtæki- fær bætur
Lögin í Þýskalandi um kynrænt sjálfræði, mismunun og hatursorðræða hefur kostað fyrirtæki þar í landi fúlgur fjár. Karlmaður, sem skilgreinir sig sem trans, hefur séð ávinning í að sækja um vinnu og kæra svo fyrir mismunun. Eins og lögin segja, bannað að mismuna. Hann hefur haft mikið upp úr athæfinu.
Rannsókn
Karlmaðurinn býr í Dortmund og nú stendur hann frammi fyrir rannsókn. Hann hefur þénað rúmlega 250.000 evrur í 240 aðskildum mismununarmálum. Margir hafa sakað manninn, sem hefur verið atvinnulaus í 12 ár, um að nota stranga vernd Þýskalands fyrir þá sem skilgreina sig sem trans til að auðgast.
Fyrir utan þrjú starfsnám og eitt skammtímastarf hefur maðurinn, sem skilgreinir sig trans, verið atvinnulaus síðan 2012 og nýtur opinberrar velferðar. Þó að Þýskaland hafi ströng persónuverndarlög fann Reduxx nafn hans, Alina Steffen.
Sækir um ótal störf
Maðurinn er ásakaður um sækja um starf í þeim tilgangi að taka það í raun og veru ekki, heldur til að fá bætur fyrir meint brot á lögum gegn mismunun. Hann virðist þéna vel á þessu.
Steffen er þekktur fyrir að sækja um störf þar hann uppfyllir ekki kröfurnar og það um allt Norðurrín-Westfalen svæðið. Til dæmis sótti hann í einu tilviki um starf sem var í um klukkutíma akstur frá heimili hans þrátt fyrir að hann væri ekki með ökuskírteini og geti ekki keyrt.
Um leið og Steffen fær höfnun á starfi sem hann sækir um, höfðar hann mál með vísan til brots á þýsku jafnréttislögunum (AGG). Steffen hefur einnig höfðað mál vegna starfa sem hann sótti aldrei um, en taldi vera ,,mismunað" fyrir fram með því að einblína á minniháttar villur í atvinnuauglýsingum.
Til dæmis, í einu tilviki, var í auglýsingunni sleppt að tilgreina að fólk af ,,fjölbreyttu" kyni gæti sótt um en tekið fram að ,,karlkyns og kvenkyns" umsækjendur væru velkomnir. Steffen höfðaði mál vegna þessarar vanrækslu og vann. Eins og alþjóð veit, það eru bara tvö kyn. Lög um kynrænt sjálfræði, hvar sem þau eru í heiminum styðjast ekki við raunveruleika og á að afnema þau eins og sjá má á þessu dæmi.
Þvælunni virðist engin takmörk sett
Nú síðast kærði Steffen fyrirtækið ND-Rack frá Langenberg sem dreifir þaktjöldum fyrir bíla og annan útilegutengdan búnað. Nius greindi frá málinu og benti á að í umsókn sinni lýsti Steffen sjálfum sér sem 50% fötluðum og ,,karl til konu" trans sem og ,,intersex". Fyrirtækið greiddi honum bætur, með trega. Augljóst að maðurinn misnotar lögin til að hagnast á þeim.
Fleiri fyrirtæki hafa lent í svipuðum hörmungum. Maður spyr hvenær fyrirtæki í Þýskalandi geri uppreisn gegn þessari mismunun að fólk sem telur sig trans geti höfðað mál af því það telur sér mismunað. Mörg fyrirtæki hafa mátt borga manninum fyrir ,,leik hans að kerfinu.
Lesa má um málið hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.