Eru trans-stúlkur hálfgerðir aumingjar?

Jens Christian Hansen formaður DBU- Jótland telur stráka, sem skilgreina sig sem stelpur, hálfgerða aumingja og eigi þar af leiðandi að spila í kvennaflokki. Hann segir líka í þessu viðtali að BDU hafi haft vinnuhóp sem bjó til reglur sem átti að leyfa strákum, sem skilgreina sig sem stelpu, að spila í kvennaliði. Mille Sørensen svaraði þessu vel og benti á að í nefndinni var trans-aðgerðasinni sem skilgreinir sig sem konu en er karlmaður.

Helge Sune Nymand er líka með, hann er talsmaður fyrir ,,trans-börn“ í Danmörku. Auðvitað varð hann að troða trans-fóbíu upp á Mille. Hann talar um að ekki sé um fótboltann, þannig séð að ræða, heldur viðurkenningu á upplifun einstaklings. Mille svaraði þessu mjög vel. Það væri ótrúlegt að umhyggjan ætti að ráða fram yfir íþróttina.

Tilraun til tveggja ára segja forsvarsmenn DBU. Að sjálfsögðu kaupa stúlkur það ekki. Af því umrædd ,,trans-börn“ eiga bágt utan vallarins þá eiga stúlkur að taka við þeim og leyfa þeim að spila.

Camilla Boraghi sagðist ekki sjá vandamál við að drengir spili með stelpum því fótboltinn sé bara leikur. Það á að leyfa öllum að leika sér á vellinum.

Móðir og þjálfari stúlkna, Sarah Crone, mætti í þáttinn og hún skóf ekki utan af því. Hún benti á hið augljósa, enginn spurði stúlkurnar þegar nefndin kom með þessa tillögu. Hún benti á hið augljósa, muninn á strákum og stelpum þegar kynþroska aldurinn byrjar. Það vita allir sem vinna með börn, það er munur á strákum og stelpum.

Líffræðilega kyninu getur þú ekki breytt, en kynvitund þín má vera á alla vegu segir Solbjörg Jakobsen stjórnmálamaður. Hún bendir á að fólk er hálfhrætt við að segja frá því, það eltir hugmyndafræðina.

Hlustandi kom inn í umræðuna og benti á aukna hættu kvenna að spila með karlmönnum. Enn og aftur,  Jens Christian Hansen formaður DBU- Jótland, talar hann um ,,trans-stelpur“ sem hálfgerða aumingja sem eru ekkert öðruvísi líkamlega en stelpur.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er um sárafáa hræður að ræða. Af hverju setur DBU allt á annan endann fyrir þessar fáu hræður, sem geta spilað í karlaliði, í stað þess að niðurlægja stúlkur með þessari tillögu. Vonandi hefur þessi ákvörðun klúbba á Jótlandi skapað fordæmi annars staðar í Danmörku.

Áfram stelpur- neitið strákum um þátttöku í kvennaliði í öllum íþróttagreinum. Þið eru ekki trans-fóbískar eins og sumir vilja kalla ykkur, hvað þá með hatursorðræðu. Þið getið alveg viðurkennt upplifun stráka, sem segja sig stelpur, án þess að gefa eftir réttindi ykkar til kvennaklefa, íþrótta og hvar annars staðar stúlkur vilja hafa einkarými.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband