15.2.2025 | 10:18
Fara menn með ranga skráningu inn í Ameríku?
Eins og mönnum er tamt hrópa þeir hátt þegar eitthvað gerist sem þeim líkar ekki. Fara út á götu, fyrir framan sendiráð, verslanir o.fl. Þarf ekki að vera sannleikskorn í því sem þeir hrópa upp eða staðreynd. Bara öskra nógu hátt eins og sóknarpresturinn sagði.
Las áhugaverða grein eftir Írisi Erlingsdóttir. Í greininni er sagt frá, að trans- fólki sé frjálst að ferðast eins og það vill. Menn hafa sakað forsetann, Tump, um að hindra ferðafrelsi þeirra. Ugla Stefanía, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, sagði þetta líka í þætti sem að kemur fyrir hér. Svona berast falsfréttir út. Eina karfan segir Íris, er að kyn einstaklingsins sé rétt skráð í skilríki sem gefin eru út af ríkinu. Margir sem skilgreina sig trans breyttu ekki kynskráningu sinni og eru því frjálsir ferða sinna. Hingað til hafa yfirvöld falsað skráningu segir í greininni. Jafnvel gengið svo langt að búa til eitthvað sem er ekki til.
Þegar komið er til Bandaríkjanna þarf að sækja um leyfi, eða visa. Vissulega má velta þeirri spurningu upp hvort ,,fölsuð skilríki annarra þjóðríkja gildi þar vestra. Engar fréttir hafa komið fram um það.
Mörg lönd viðurkenna ekki samkynhneigð og hvað þá annað. Ef menn mæta til þessara landa með X skráningu sem kyn, setja þeir ekki spurningarmerki við það! Sama með önnur lönd, hvernig vita þeir hve margir karlar eða konur heimsækja landið þegar skráning á opinberum gögnum er röng. Markaðssetning er önnur fyrir konur en karla. Bara pæling.
Framhaldið verður fróðlegt, kannski á eftir að koma tilskipun frá forseta Bandaríkjanna um málið, fölsuð skilríki. En það er vissulega kostulegt að fylgjast með öllu því sem gerist hjá karlinum þarna vestan megin við okkur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.