11.2.2025 | 09:59
Borgarstjóri tekur af allan vafa
Eftir símtal konu við starfsmann sundhallarinnar í Fredriksberg var ljóst að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, fær aðgang að kvennaklefanum. Eftir vangaveltur og skrif um það á fasbókinni tók borgarstjórinn af allan vafa.
Gef borgarstjóranum orðið:
Um aðstöðu í baðklefum í Frederiksberg sundhöll.
Kæru þið.
Umræða hefur verið í gangi um hvort maður getur valið sér karla eða kvennaklefa í Frederiksberg sundhöll, t.d. ef maður er trans.
Sláum því föstu strax: það er ekki hægt að velja hvar maður skiptir um föt og baðar í sundhöllinni.
En svona umræður verða fljótt tilfinningaþrungnar og klofnar. Svo endar það fljótt með ,,hvað ef spurningu.
Það gagnar engum og þess vegna vil ég sem borgarstjóri Frederiksberg kveða fast að orði:
ALLIR gestir eiga að upplifa sig örugga og velkomna í böðin þar á meðal sundlaugina.
Sundlaugin, sem bráðum verður 91 ára, er með herra og dömuklefa. Ef maður er t.d. trans hefur viðkomandi möguleika á að skipta um föt í séraðstöðu. Okkar dyggu starfsmenn geta aðstoðað og leiðbeint. Flintholm sundlaug gefur líka möguleika á sérklefum.
Sú óvissa sem var um reglurnar í Fredriksberg sundhöll er hér með rudd úr vegi og ég vona þeir sem eiga þess kost að heimsækja okkar dásamlegu gömlu sundlaug í vetrarfríinu eða á einhverjum öðrum tíma geri það.
Sjálfum líkar mér að synda á morgnana og get hikstalaust mælt með því. Að synda nokkrar ferðir í lauginni eða fljóta og dást að helgimyndum Vilhelms Lundström, það er einfaldlega frábært. Tilviljun, verkin (af nöktum líkömum) vöktu mikla umræðu upp úr 1930 fyrir að vera of áræðin
Eins og ég hóf mál mitt, allir eiga að upplifa sig örugga þegar þeir heimsækjum Frederiksberg sundlaug. Og ALLIR eru velkomnir.
Michael Vindfeldt
Frederiksbergs borgmester
En hér á landi?
Í kjölfar má spyrja hvort borgarstjóri Reykjavíkurborgar og bæjarstjórar víðs vegar um landið hafi tekið ákveðna afstöðu í máli eins og þessu. Vitað er að forsvarsmenn Reykjavíkurborgar vísa á lög um kynrænt sjálfræði og segja karlmenn hafa rétt á að fara inn í kvennaklefa. Í Danaveldi ríkja sömu ólög um kynrænt sjálfræði. Það dregur þó ekki úr umræddum borgarstjóra að tryggja öryggi stúlkna og kvenna í einkarýmum þar á bæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning