Skuldar Haraldur formaður leikskólakennara ekki foreldrum afsökun?

Margir fengu fyrir hjartað þegar Haraldur formaður leikskólakennara reyndi að egna foreldrum og leikskólakennurum saman þegar þeir síðarnefndu sóttu rétt barna sinna og sín. Ljóst er að þau höfðu rétt fyrir sér, a.m.k. að hluta. Verkfallið ólöglegt.

Nú velta menn ábyggilega fyrir sér hvort foreldrar, sem hafa orðið fyrir tekjumissi og orlofsdagamissi, geti sótt rétt sinn, að KÍ borgi þeim skaðabætur. Til þess þarf málsókn. Margir leikskólakennarar hafa líka haft uppi stór orð um foreldra sem vildu passa upp á rétt barna sinna og þeirra vistunarúrræðis sem þeir hafa. Sumt var þeim til skammar.

Því miður hefur KÍ eignast fleiri óvildarmenn með þessari baráttu sinni. Tilgangslausu baráttu að mati bloggara, ekkert bit í þessum verkföllum. En vonandi verður tekinn annar póll í hæðina eftir þessa rassskellingu.

Áfram gakk...!


mbl.is „Ljóst mál að fólk mætir í vinnuna á morgun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband