Getur Bergsteinn Sigurðsson sótt heimildarmann sinn saka?

Fyrir nokkrum dögum fór frambjóðandi Lýðræðisflokksins fram á miskabætur vegna ummæla sem fréttamaðurinn Bergsteinn lét falla í þætti á Ruv, Forystusætið. Ummælin sem Bergsteinn fór með var áróður (í kosningabaráttu) í garð frambjóðandans og ekki sannleikanum samkvæmt. Hann tilkynnti þjóðinni m.a. að frambjóðandinn hefði verið handtekinn af lögreglu. Hefur aldrei gerst segir lögreglan.

Bergsteinn fréttamaður er  varla svo illa innrættur að hann vilji fara með rangfærslur í sjónvarpi allra landsmanna. Bergsteinn er ekki nýr fréttamaður og veit, að þegar ábendingar koma frá þriðja aðila þá leitar vandaður fréttamaður að réttum heimildum eða fær þær staðfestar. Bergsteinn er ekki illa gefinn maður, það gefur bloggari sér, og því eru þessi vinnubrögð með ólíkindum. Er þetta það sem fréttamennska Ruv gengur út á, fara með rangar upplýsingar og lygar i gegnum stofnunina?

Ábyrgð útvarpsstjóra hlýtur að vera einhver eða? Geta fréttamenn hans farið með lygar og óstaðfestar upplýsingar í beina útsendingu án þess að blikna. Hvar er gæðaeftirlitið? Það eru nefnilega engin gæði í því sem Bergsteinn Sigurðsson gerði í þessum þætti, þvert á móti. Sýnir forkastanleg vinnubrögð. Svona vinnubrögð setja mark sitt á hann. Lélegur fréttamaður.

Velta má fyrir sér, getur Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður sótt heimildarmann til saka fyrir að gefa rangar upplýsingar eða réttara sagt ljúga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband