4.2.2025 | 08:14
Bergsteinn Sigurðsson fréttamaður á Ruv
Í aðdraganda kosninga var fréttamaðurinn með þátt, Forystusætið. Í þættinum var Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokkinn. Bergsteinn undirbjó viðtalið og hafði skrifað niður það sem hann ætlaði að spyrja um, allavega sumt af því.
Bergsteinn hefur einhvers staðar náð í rangar heimildir, gef mér að maðurinn sé ekki svona illgjarn að finna þetta upp hjá sjálfum sér sem hlutlaus fréttamaður. Hann réðist að einum frambjóðanda flokksins með rangfærslum og lygum ef satt skal segja. Allt skrifað á blað. Bergsteinn hefði getað aflað sér upplýsingar hjá þeim sem um ræðir til að kanna hvort sannleikskorn sé í þeim heimildum sem hann fékk eða fann upp.
Það er góð regla hjá blaðamönnum að tala við fólk en ekki um fólk.
Nú hefur frambjóðandinn krafið Bergstein Sigurðsson og Ríkisútvarpið um miskabætur og ekki að ósekju. Þátturinn var sendur út inn á hvert heimili í landinu og margir fylgdust með formönnunum sem sátu fyrir svörum.
Þessi framkoma Bergsteins vekur upp margar spurningar um tilgang fréttamennsku Ruv. Á hvaða vegferð eru þeir og hver er tilgangurinn!
Blaðamannastéttin er ansi skrautleg, svo ekki sé meira sagt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning