26.1.2025 | 09:37
Stefna Biden í réttarsal
Rhonda Fleming segist neydd til að fara í sturtu með karlkyns föngum og það brjóti gegn stjórnarskrárvörðum rétti hennar til friðhelgi einkalífs.
Barist í mörg ár
Í mörg ár hefur Rhonda Fleming mótmælt veru karlmanna í kvennafangelsum. Hún er 58 ára gömul og afplánar 27 ára dóm fyrir Medicare-svik. Hún hefur eytt um þriðjungi ævi sinnar á bak við lás og slá og mestan hluta þess tíma hefur hún verið í alríkisfangelsum. Þar er henni gert að deila aðstöðu, þar á meðal sturtum og salernum, með karlkyns glæpamönnum sem skilgreina sig sem konu.
,,Þegar þeir mæta eru þeir með sítt hár og farða sig til að líta úr eins og kona sagði Fleming við The Free Press. Þegar þeir eru komnir inn í kvennafangelsi er skeggið látið vaxa og klippingin breytist í hefðbundna karlmannsklippingu. Haga sér eins og karlmenn.
Flemming höfðaði mál í janúar 2023 gegn alríkisfangelsismálastofnuninni til að benda enda á stefnu Biden og áður Obama um að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, megi afplána í kvennafangelsi. Fleiri mál hafa verið höfðuð en öllum vísað frá. Fyrir nokkru hlustaði dómari í Tallahassee í Flórída á rök hennar af hverju aðstæður í fangelsinu brjóti gegn stjórnarskrávörnum rétti hennar til friðhelgi einkalífsins.
Vinni hún málið gæti það verið mikilvæg fordæmi og rutt brautina fyrir aðra kvenkynsfanga annars staðar í landinu. ,,Það þarf augljóslega eitthvað að gera hér, segir lögfræðingurinn Jeffrey Bristol sem ver hana ásamt Diego Prstana. Vissulega má velta upp þeirri spurningu hvort Trump hafi ekki tekið af skarið nú þegar hann er kominn til valda.
Rök í málinu
Í málsókn sinni heldur Fleming því fram að henni hafi verið gert að baða með karlmönnum og neydd til afhjúpa nekt sína fyrir þeim. Þetta hafi ítrekað gerst á meðan hún afplánaði í Tallahassee og öðrum fangelsum.
Lögmaður hennar segir að um sé að ræða tíu karlmenn sem hafa verið vistaðir í kvennafangelsum og a.m.k. tveir í Tallahassee fangelsinu. Vegna sameiginlegrar baðaðstöðu var Flemming gert að sýna sig nakta fyrir framan karlmennina CJ og E.T., en skammstöfun fanganna eru notuð í málsskjölum. Hvað E.T varðar gerðist það tvisvar á dag.
Hræddar við þá
Hræðsla kvenfanganna við karlanna veldur að þær drífa sig í sturtu, vilja ekki dvelja lengi þar, segir Flemming. Enginn lögreglumaður fylgist með sturtunum nema neyðartilvik komi upp. Nakin kona í sturtu er í viðkvæmri stöðu en kvenfangar er viðkvæmur hópur.
Fangelsisvörðurinn, Erica Strong, mótmælir ekki að karlmenn hafi aðgang að þessari aðstöðu. Hún heldur hins vegar fram í lögfræðiskýrslu að skilrúm séu fyrir hendi og sturtugardínur til að tryggja réttinn um friðhelgi einkalífsins. Flemming bendir á að tjöldin séu þunn og skítug og margir fangar forðast að snerta þau. Þar af leiðandi eru þau opin.
Harðir á móti
Í greinagerð frá Fangelsismálastofnuninni kemur fram að þeir geta ekki og munu ekki hætta öryggi trans einstaklinga eða sæta fleirum málaferlum vegna þess að stefnendur líkar ekki að vera hýstur með einhverjum sem hún telur vera öðruvísi en hún sjálf. Karl sem skilgreinir sig sem konu.
Öll alríkisfangelsi kvenna í Bandaríkjunum leyfa karlkyns glæpamönnum, sem skilgreina sig sem konur, að afplána í kvennafangelsi. Þetta hófst árið 2010, undir stjórn Obama. Á þeim tíma upplifðu fangelsisyfirvöld aukningu í fjölda karlkyns fanga sem skilgreina sig sem konu. Þeir óskuðu eftir leiðbeiningum um hvar ætti að staðsetja umrædda fanga. Árið 2012 gaf dómsmálaráðuneytið út ,,handbók um ,,transgender" afbrotamenn,, sem leyfði" flokkun eftir kynvitund þegar það á við," óháð kynfærum viðkomandi.
Nú hefur Trump lagst á vogarskálarnar með konum. Úthýsa á körlum, sem skilgreina sig sem konur, úr rýmum kvenna.
Athugasemdir
Og komin tími til. Þetta kjaftæði að karlmaður geti vaknað
einn daginn og skilgreynt sig sem konu er ekkert annað en geðveiki.
Þeir sem styðja þessa þvælu eru ekkert betri og þurfa
á alvarlegri sálfræði hjálp að halda.
Sigurður Kristján Hjaltested, 26.1.2025 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning