14.1.2025 | 09:02
Ný stefna í Þýskalandi- þjóðerni afbrotamanna verður gefið upp
Eina ferðina enn hafa Þjóðverjar upplifað mikið ofbeldi og vandræði á gamlárskvöld. En þegar öllu er á botninn hvolft hefur eitthvað nýtt gerst?
Eftir ofbeldisfullan tíma í Berlín tók borgarstjóri borgarinnar í fyrsta sinn það skref að tilkynna opinberlega að flestir gerendurnir eru með innflytjendabakgrunni. Á sama tíma tilkynnti hann að lögreglan muni fljótlega tilkynna af hvaða þjóðerni gerendur eru.
Lögreglan vill gefa upp þjóðerni gerendanna
Það er nýtt að þýsk yfirvöld ætli að tilgreina svo skýrt þjóðerni gerenda og benda í því samhengi á sérstök vandamál innflytjenda þegar ofbeldismál eru annar vegar.
Tilgangurinn með nýju aðhaldsstefnunni er að bæði yfirvöld og almenningur fái skýrari mynd af gerendum ofbeldis og vandræðunum sem þeir skapa í landinu. Þýska lögreglan mun væntanlega opinbera með beinum hætti bakgrunn þessara manna til að bregðast við andfélagslegri hegðun þeirra.
Yfirvöld telja og ekki að ástæðulausu að þetta sé mikilvæg forsenda þess að grípa inn í gegn þeim öflum sem herja á umhverfið með ofbeldismenningu sinni.
Upplýsingum er miðlað til almennings
Með auknu upplýsingaflæði um árásarmenn mun almenningur fá betri innsýn í hverjir standa að baki ofbeldinu og vandræðunum t.d. á gamlárskvöld.
Á undanförnum árum hafa stærri borgir m.a. Berlín orðið fyrir barðinu á hópum sem beita ofbeldi á gamlárskvöld. Stundum mjög ofsafengnu.
Er tími flauelshanskanna liðinn?
Auðvitað er auðkenning á bakgrunni gerendanna engin trygging gegn frekari ofbeldi. En það sendir skilaboð til gerenda um að fylgst sé með þeim. Og það sendir skilaboð til almennings um að yfirvöld séu að búa sig undir að berjast gegn ofbeldisfullum hópum.
Þetta gefur von um að yfirvöld í Berlín og annars staðar þar á meðal í Danmörku muni búa sig undir frekari uppgjör við andfélagslega og ofbeldisfulla hópa.
Í Svíþjóð eru það útlendingar
Fréttablaðið Þjóðólfur sagði frá ofbeldishópum í Svíþjóð. Á miðlinum segir ,, Ný rannsókn Bulletin sýnir að allir sem dæmdir voru fyrir morð, tengd glæpaklíkum árið 2022, eru af erlendum uppruna. Miðillinn skoðaði öll dómsskjöl og dóma til að kanna málið. Þar sem miðlar í Svíþjóð fjalla ekki um uppruna glæpamanna er rannsókn af þessu tagi erfið.
Hér á landi stefnir í það sama. Þöggun um þjóðerni glæpamanna. Auðvitað á þjóðin rétt á vita hvaða bakgrunn afbrotamaður hefur. Til að hafa tölfræðina í lagi verður það að koma fram.
Athugasemdir
Nú er nærri öld síðan Þjóðverjar í valdastöðum sögðu frá glæpum fólks af vissu þjóðerni. Það hjálpaði mikið við það sem á eftir kom. Að búa til hópa og egna þeim saman, skapa óvild og árekstra, leiðir athyglina frá egin göllum.
Það var lenska hér, aðallega á landsbyggðinni, að þegar eitthvað slæmt skeði þá var sérstaklega tekið fram að um utanbæjarmann væri að ræða. Og auðvelt að gefa sér að hann væri að sunnan. Þannig mátti setja sakleysishjúp yfir nágranna og vini og ala á óvild við utanbæjarfólk, sérstaklega höfuðborgarbúa. Upphefja sig á annarra kostnað og skapa smá óvild. Á næsta þorrablóti mátti svo berja á utanbæjarmönnum eins og sönn hetja.
En hverju við séum bættari við það að vita að Danskir Banditos, útlendingar, sitji í Sænskum fangelsum eða að kona sem misþyrmdi börnunum sínum sé fædd og alin upp í Kópavogi er erfitt að koma auga á. Á að loka landamærunum fyrir Dönum? Á að varast og forðast konur frá Kópavogi, banna þeim að umgangast börn? Er verið að fræða eða er verið að ala á fordómum? Gerir upplýsingagjöfin þig að betri manneskju?
Vagn (IP-tala skráð) 15.1.2025 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.