Intersex er ekki sérstakt kyn

Samt er það sett þannig inn í skólabækur grunnskólabarna. Visku sína fá höfundar frá hugmyndafræði ekki staðreyndum eða vísindum. Talið er að um 1.7% einstaklinga í heiminum fæðist með ódæmigerð kyneinkenni Höfundar skólabókanna hafa brugðist skyldu sína, og kennarar ekki síður, þekki þeir ekki inntak hugtaksins intersex. Endurskoða þarf skólabækur sem halda þessu fram því það er ekki rétt samkvæmt líffræðinni. 

Sameinuðu þjóðirnar og Evrópuráðið: ,,Talið er að allt að 1.7% af heimsbyggðinni fæðist með afbrigði af intersex“: Intersex er regnhlífahugtak sem hefur um 40 ólík intersex afbrigði, með ýmsum undirflokkum, í danska heilbrigðikerfinu eru skráðir 185 ólíkir greiningarkóðar. Þetta kemur fram hér.

Doktor Colin Wright er líffræðingur sem hefur haldið fyrirlestra um kyn, litninga og galla í kerfinu. Hann segir réttilega að því sé haldið fram að kyn sé eitthvað fljótandi fyrirbæri. Auðvitað er það ekki. Hver heilvita maður veit það. Hvet lesendur til að hlusta á þennan fyrirlestur. Colin er með margar góðar myndir þegar hann útskýrir mál sitt.

 

intersex


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband