Kennarar safna fyrir brjóstbindum

Skóli í Glasgow hefur verið gagnrýndur eftir að hafa auglýst viðburðinn morgunkaffi í fjáröflunarskyni til að kaupa brjóstbindi fyrir kvenkyns nemendur sem líður illa í eigin skinni.

Starfsfólki Bannerman High School var boðið með tölvupósti að mæta, kostar tvö og hálft pund. Peninginn á að nota til að kaupa brjóstbindi fyrir stúlkur.

Brjóstbindin eru notuð til að fletja út og fela brjóst. Slíkt getur haft aukaverkanir, t.d. verki í bak og brjóstum, öndunarerfiðleika og rifbeinsbrot.

Baráttuhópurinn For Women Scotland kallar þetta ,,hættuleg vinnubrögð" og sögðu það ótrúlegt að skólinn efni til söfnunar til kaupa brjóstbindi sem eru skaðleg tæki.

Talsmaður hópsins kallaði eftir því að skólinn ráðist í ,,brýna endurskoðun á stefnu og öryggi" og bætti við: ,,Þetta er jafn hættulegt og brjóstnám sem, réttilega, er ólöglegt í Bretlandi."

Ekki hlutverk skóla né kennara

Litið er svo á að hugmyndin um að safna peningum fyrir brjóstbindi á þessum viðburði hafi komið frá eldri nemendum í jafnréttishópi skólans.

Tölvupósturinn var sendur frá starfsmanni og einn kennari sagði Daily Record að ekkert samráð hefði verið um málið. Kennarinn sagði við blaðið: ,,Starfsfólk myndi safna fé til að kaupa brjóstbindi fyrir ungar stúlkur og við höfum ekki hugmynd um hvort foreldrar séu sammála þessu."

,,Þetta er viðkvæmt mál og starfsfólkið sem tók að sér að skipuleggja viðburðinn eru ekki sérfræðingar á þessu sviði."

Tess White, jafnréttisráðherra skoska Íhaldsflokksins, sagði: ,,Við vitum að brjóstbindi hafa hættulegar aukaverkanir fyrir ungar konur og þess vegna er algjörlega óviðeigandi að skólar séu að safna fyrir þessum umdeildu tækjum.“

,,Það er sérstaklega áhyggjuefni að foreldrar gætu hafa verið sniðgengnir vegna ákvörðunarinnar um að hefja fjáröflunina. Það er ekki hlutverk skóla að safna fyrir inngrip af þessu tagi, sérstaklega þegar þau geta haft alvarleg heilsufarsleg áhrif."

Lesið hér.

Hér er mynd af brjóstbindi sem stúlkur nota til að brjóst þeirra sjáist ekki. Stúlkur sem glíma við ónot í eigin skinni nota þau við vanlíðaninni.

brjóstbindi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband