24.12.2024 | 09:57
Gleðileg jól
Þá er aðfangadagur jóla runnin upp. Vonandi tekst flestum að njóta jólanna þó sumum finnist jólin ekki gæðahátíð. Jólin eru ekki allra og hefur ávallt verið þannig.
Jólin eru meira en að borða ákveðinn mat eða fá fjölda pakka. Aðalatriði jólanna er að finna frið með sjálfum sér og vera í návist fólks sé þess kostur. Messur eru víða um land fyrir þá sem þess óska. Friðsæl stund.
Kvennaríkið á stjórnarheimilinu sýnir okkur svo eftir áramót hvers við megum vænta. Byrjunin, þar sem Flokkur fólksins fer þvert á yfirlýsingar Eyjólfs um að Bókun 35 stangist á við stjórnarskránna byrjar ekki vel. Eyjólfur gaf út að hann muni samþykkja Bókun 35, sýnir okkur hve óútreiknanlegir stjórnmálamenn eru þegar ráðherrasæti og seta í ríkisstjórn er annars vegar. Fyrsta afsal þjóðarinnar til ESB. Allt selt þegar völdin eru annars vegar!
Kæru karlar og konur, piltar og stúlkur, sveinar og meyjar, snótir og drengir, langafar og langömmur, afar og ömmur, pabbar og mömmur, systur og bræður, gleðilega hátíð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning