24.12.2024 | 09:57
Gleðileg jól
Þá er aðfangadagur jóla runnin upp. Vonandi tekst flestum að njóta jólanna þó sumum finnist jólin ekki gæðahátíð. Jólin eru ekki allra og hefur ávallt verið þannig.
Jólin eru meira en að borða ákveðinn mat eða fá fjölda pakka. Aðalatriði jólanna er að finna frið með sjálfum sér og vera í návist fólks sé þess kostur. Messur eru víða um land fyrir þá sem þess óska. Friðsæl stund.
Kvennaríkið á stjórnarheimilinu sýnir okkur svo eftir áramót hvers við megum vænta. Byrjunin, þar sem Flokkur fólksins fer þvert á yfirlýsingar Eyjólfs um að Bókun 35 stangist á við stjórnarskránna byrjar ekki vel. Eyjólfur gaf út að hann muni samþykkja Bókun 35, sýnir okkur hve óútreiknanlegir stjórnmálamenn eru þegar ráðherrasæti og seta í ríkisstjórn er annars vegar. Fyrsta afsal þjóðarinnar til ESB. Allt selt þegar völdin eru annars vegar!
Kæru karlar og konur, piltar og stúlkur, sveinar og meyjar, snótir og drengir, langafar og langömmur, afar og ömmur, pabbar og mömmur, systur og bræður, gleðilega hátíð.
Athugasemdir
Sömuleiðis Nafna mín; hina ánægjulegustu hátíð - þjer og þínum, til handa.
Því get jeg lofað; þjer og öðrum samlöndum okkar, að jeg mun troða illhryssinglegar
sakir:: Eyjólfi Ármannssyni og öðrum fylgjurum bókunar nefnunnar nr. 35, til handa
mjög bráðlega, í ljósi þessarra tíðinda, sem Eyjólfur ljet frá sjer fara, á dögunum.
Jeg galt ekki Flokki fólksins atkvæði mitt (hjer: í Suðurkjördæmi) þann 30. Nóvember s.l.
í þeim tilgangi, að íslenzka þjóðarbrotið gengi IIII. ríki Þjóðverjanna á hönd, ekki hvað
sízt í ljósi þess, að við erum jú að 65% alla vegana Ameríkanar - landsfræðilega sem og
jarðfræðilega, fyrir utan það, að við skyldum halda opinni leið samskipta til alls heimsins
í stað þess að einblína á Brussel / Berlínar öxulinn, í framtíðinni.
Með beztu kveðjum; sem oftar og áður, af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.12.2024 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.