Einelti, hér og þar!

„Þetta er farið að að bera meira keim af ein­elti en lög­legri stjórn­sýslu”

segir í fyrirsögn á Vísi.is og er mál vararíkissaksóknara til umræðu. Það er þetta með löglega stjórnsýslu! Í skólakerfinu heitir það fagleg forysta. Þegar yfirmenn nota þetta viðgengst oft einelti af því menn horfa fram hjá hegðuninni en kalla það fagleg forysta.

Hversu margir kennarar haldið þið að hafi lent í einelti af hálfu skólastjórnenda, sem kallast fagleg forysta. Nokkuð margir að mati bloggara.

Þegar Helgi mætti til vinnu gerðist þetta ,,Honum var hins vegar ekki úthlutað neinum verkefnum..." Ef kennari lendir í einelti fær hann vissulega verkefni, þau sem hann hafði ekki óskað eftir. Kennari er settur í verkefni sem hann hvorki menntaði sig til eða er hæfastur til að gegna, þannig er faglegri forystur innan skólakerfisins beitt. Möguleiki á yfirvinnu tekin frá kennara og síðan hundsun. Oft taka kennarar skóla þátt í slíku og þá magnast vandinn. Reynt að gera kennaranum ómönuglegt fyrir.

Helgi er maður að meiri að opinbera eineltið sem Sigríður virðist leggja hann í. Kennarar aftur á móti, hrökklast úr starfi, annað hvort með starfslokasamning, veikindarétt eða bara sálar sinnar vegna.

Hér má lesa fréttina á Vísi. Hér má hlusta á Frosta, hann fjallar um málefni ríkissaksóknara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað ætti skólastjóri að gera við kennara sem hann má ekki reka en hefur gerst sekur um brot sem samkvæmt lögum gerir hann óhæfan til að stunda kennslustörf. Ég er ansi hræddur um að sá kennari fengi að sitja verkefnalaus allan daginn á kennarastofunni.

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2024 kl. 12:29

2 identicon

Tveir ólíkir þættir, óhæfur kennari er eitt, einelti er annað. Stjórnendur undir heitinu ,,fagleg forysta" getur lagt hæfan og góðan kennara í einelti. 

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 23.12.2024 kl. 13:25

3 identicon

Það getur ekki á neinn hátt kallast einelti að láta ekki verkefni í hendur manna sem lög segja óhæfa til að sinna þeim. Vararíkissaksóknari hefur ekki orðið fyrir einelti þó svo hann vilji endilega láta grunnhyggna trúa því.

Vagn (IP-tala skráð) 23.12.2024 kl. 14:50

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Meirihluta lesenda DV styður Helga en ekki Sigríði. Meirihluti þeirra sem skrifa athugasemdir í DV vilja að Sigríður verði rekin en ekki Helgi. Það segir sitt. DV hefur orð á sér fyrir að vera dagblað og vefrit fyrir vinstrisinnaða Íslendinga, og samt er almenningsálitið svona. Það vita það allir að Sigríður er wók en ekki Helgi, Sigríður til vinstri, Helgi til hægri. Samt er réttlætiskennd lesenda svona á DV, sem segir allt sem segja þarf um almennningsálitið. Sigríður er tákn um gamla tíma, kvenréttindabaráttu og femínisma eins og hann var fyrir nokkrum áratugum.

Vagn er ekki marktækur. Hann er á móti öllu og ekki hægt að vita hvort hann er til vinstri eða hægri. Ómar Geirsson hefur kallað hann gervigreind. 

En á alvarlegu nótunum. Ég hef lesið að ríkissaksóknari sé æviráðinn. Það finnst mér algjör óhæfa og þeim lögum þarf að breyta. 

Þetta er eitt af þeim embættum sem ALMENNINGUR ætti að kjósa um, eins og ráðherra. Ríkissaksóknari hefur völd á við ráðherra, meiri jafnvel ef hann er æviráðinn (eða hún).

Það þarf að breyta lögunum um þetta embætti, fá endurnýjun þannig að spilling þrífist ekki eða einstefnupólitík og ranglæti.

Það er endalaust hægt að hengja sig í lagaflækjur, en lög landsins eru orðin ÓLÖG í nútímanum mörg.

Með lögum skal land byggja en með ÓLÖGUM EYÐA stendur einhversstaðar. Þegar dómgreind fólks hverfur og vond lög eru látin gilda, þá eyðist byggð í landinu. Eins og gerist nú.

Frábærir pistlar hjá Helgu og hún er frumkvöðull.

Ingólfur Sigurðsson, 23.12.2024 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband