Tilraunir á börnum? Er það ásættanlegt árið 2024?

Dag­björt Há­kon­ar­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vill ekki ræða tilraunameðferðir á börnum sem framkvæmdar eru á Íslandi.

Íslendingar eiga ekki von á góðu ef þingmenn vilja þagga niður ágreiningsmál í samfélaginu. Þöggun, þöggun, þöggun virðist vera einkunnarorð Dagbjartar. Þetta kom fram hjá þingmanninum í viðtalsþættinum Dægurmál. Algert hneyksli að þingmaður vilji ekki ræða tilraunir á börnum. Nota má börn sem lyfjatilraunadýr.

Breska þingið hefur bannað notkun hormónablokkara í því skyni að ,,falsa kyn“ barns, þ.e. að reyna að breyta líffræðilegu kyni barnsins. Að sjálfsögðu er það ekki hægt og ekkert lyf getur það. Allt er þetta í kollinum á börnum, væri nær að ríkið kostaði sálfræðimeðferð fyrir börnin í stað þess að gefa þeim tilraunalyf sem víða eru bönnuð.

Auðvitað á að fara fram gagnrýn umræða fram á þinginu. Draga á fram rannsóknir sem sýna hvaða aukaverkanir börnin glíma við eftir svona tilraun. Það á líka að koma fram í dagsljósið að börnin þurfi lyf til lífstíðar hefji þau þessa tilraunameðferð.

Bloggari vonar að umræðan stoppi ekki hér. Landlæknir, Alma Möller, hafði ekki þor eða getu til að taka á málinu, vonandi gerir nýr landlæknir það. Ef ekki, þá hlýtur það að vera krafa lýðsins að þingið láti til sín taka.

Cass skýrsluna má nálgast hér. Ætti að vera skyldulesning hvers þingmanns. Hér má hlusta á þingmann breska þingsins.

Kannski þurfum við ekki að vera hissa á afstöðu Dagbjartar Samfylkingarþingmanns, hún vildi breyta orðunum, amma og afi, sem meðflutningsmaður á frumvarpi, og nota orðagjálfur trans hreyfinga. Hún vildi að ,,transarar“ fengju vegabréf einu sinni á ári, á kostnað ríkisins, ef ske kynnu að þeir vilja hoppa á milli kynja. Gáfulegt!

 

470225968_122201293310229770_8796547150647191696_n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Því miður þarf Dagbkört á sálfræðiaðstoð að halda og það mjög fljótt.

Það sem hún hefur látið frá sér fara um þennan málaflokk sýnir svart á hvítu að 

hún þarf aðstoð og hana mikla.

Þeir sem styðja svona endemis rugl og þvælu, þurfa allir aðstoð og þeir eru

ansi margir á þingi sem þurfa á slíku að halda.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.12.2024 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband