15.12.2024 | 08:41
Þetta er kynfölsun
Breska deildin innan WDI (Womens Declaration International) sendi þann 5. desember bréf til forsætisráðherrans Keir Starmer og annarra ráðherra þar sem þeir voru hvattir til að afnema alla kynfölsun ("sex falsification")- sem þýðir að orðin ,,kynskipti og ,,kynvitund verði fjarlægð úr öllum lögum, reglum og að afnema eigi lögin um kynrænt sjálfræði ,,The Gender Recognition Act"- því kynfölsun ÓGNAR KONUM, BÖRNUM OG ÖÐRUM MINNIHLUTAHÓPUM. Þetta skrifar Lotte Ingerslev á snáldursíðuna.
Svo, danskir stjórnmálamenn, og bloggari ávarpar þá íslensku, nú er kominn tími til að afnema lögin um kynrænt sjálfræði- með hraði.
Leyfði mér að endurtaka mig:
Ef við ætlum að vinna baráttuna er algjört lykilatriði að við hættum að nota skrautleg tungumálatöfrabrögð trans aktívista.
Engin manneskja er ,,trans. Trans finnst ekki nema orð. Þetta fólk er kynjahermur. Og við verðum að segja það upphátt.
Margir þeirra hafa auðvitað verið leiddir til þess af fjölmiðlum, læknum og stjórnmálamönnum. En nú verður aðlögun SAMFÉLAGSINS að kynjaeftirlíkingu þeirra að STOPPA. Það sviptir annað fólk réttindum þar á meðal málfrelsi og hugsunarfrelsi, öryggi og friðhelgi einkalífs stúlkna og kvenna og það eyðileggur líkama og líf barna og unglinga.
Lögin um kynrænt sjálfræði ber að afnema- nokkuð hratt. Einnig ber að fjarlægja á orðin kynvitun úr öllum dönsku lögum. Tel að sama eigi við um Ísland.
,,Transfólk", ,,kynsegin" og ,,kynvitund" eru ósannanlegar fullyrðingar um innri reynslu sem eiga ekki heima í löggjöf sem flokkar og fólki er deilt í - og úthluta fólki réttindum eftir því - og svipta aðra réttindum fyrir vikið.
Hér má lesa færslu Lotte og fyrir neðan má sjá bréfið sem ráðherrar fengu. Vildi óska að þessi umrædda deild sendi íslenskum stjórnmálamönnum slíkt bréf.
Kynfölsun í sinni skýrustu mynd, lesið hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.