Svona ! Skýrara verður það ekki

Kærar þakkir til Mille Sørensen og Berlingske fyrir að vekja athygli á réttlætinu, fótboltastelpum og öryggi kvenna segir Katrine.

Rökin um að það ,,séu svo fáir sjálfskilgreinandi sem þetta fjallar um„ heldur ekki vatni af mörgum ástæðum. Þetta hafa verið helstu rök þeirra DBU manna til að koma körlum í kennafótboltann.

Fyrir það fyrsta mun einn drengur eða maður í stúlkna- eða kvennaliði, sem mætir 10 -20 öðrum liðum í keppni, verða fyrir áhrifum, allt í einu eiga þær að geta það sem karlmannslíkaminn getur, ekki hvað kvenlíkaminn getur.

Í öðru lagi mun ofsafengin tækling frá manni gegn minni konu geta valdið óásættanlegum skaða. Á Jótlandi hafa þeir leyst þetta vel, herraliðin eru opin fyrir alla. Enginn ætti að veera útundan, sem eru önnur rök DBU manna fyrir körlum í kvennabolta.

Og nei, það er ekki trans-fóbía að vekja athygli á réttlæti og öryggi stúlkna og kvenna í íþróttum. Það er umhyggja.

Ný Gallup skoðanakönnun: Danir segja þvert nei við að líffræðilegir karlmenn séu í kvennaíþróttum.

Fjórir af hverjum fimm Dönum eru andstæðingar þegar kemur að karlmönnum í kvennaíþróttum, sem skilgreina sig sem konu. Sem, eins og sérfræðingur segir, að í íþróttum er það ,,líffræðilegir líkamar, ekki sjálfsvitund“ sem keppa.

Samkvæmt einum sérfræðingi ,,höfum við djúpa tilfinningu og innsæi“ fyrir því að munur sé á kynjunum í íþróttum og það séu ,,mikilvægar breytur.“

Líffræðilegir karlmenn eiga að keppa á móti öðrum karlmönnum í íþróttum og líffræðilegar konur eiga einar að keppa á móti konum.

Svarið er afgerandi hjá Dönum þegar kemur að spurningunni um kyn og sjálfvitundin í íþróttum.

Svarið kom í nýrri Gallup könnun sem gerð var af Verian fyrir Berlinske.

nej


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband