Húrra stelpur, sigur!

Stjórnmálamaðurinn Moira Deeming, sem berst fyrir réttindum barna og kvenna, vann dómsmálið í Ástralíu. Hún lagði formann sinn John Pesutto, hann fleygði henni út úr flokknum og gerði lítið úr henni með ummælum um að hún hefði svert flokkinn. Ástæðan var að hún tók þátt í einum af fundum Kellie-Jay-Keens ,,Let Women Speak" í Melbourne, þar sem hópur nýnasista birtist allt í einu.

Pesutto hélt fram í réttinum, að Moira Deeming hefði átt að hlaupa burt um leið og hún sá nýnasistana.

John Pesutto sverti ekki bara flokksmann sinn heldur líka Kellie-Jay Keen með ógeðfeldum ummælum m.a. að hún væri í slagtogi með nýnasistum2. Ummælin voru þess eðlis að Kellie hótaði honum málsókn. Hann baðst síðar opinberlega afsökunar á ummælunum á heimasíðu sinni.

Við skulum vona að stjórnmálaferli Johns sé lokið. Hann hefur ekki viðurkennt konur sem konur heldur eitthvað félagslegt fyrirbæri. Konur sætta sig ekki við það.Hann viðurkennir heldur ekki þær skelfilegu afleiðingar sem hormónalyfjagjafir hafa á börn. Svona stjórnmálamenn eiga ekki að sjást eða heyrast í. Lítitllækkan konur. Hér á landi finnast slíkir stjórnmálamenn.

Einstaka orustur tapast en sigurinn verður okkar stúlkna og kvenna að lokum.

Hér má lesa og hlusta á hana.

Hún sendi frá sér yfirlýsingu.

vann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábært.

Sorglegt að við skulum hafa svona viðriðnis stjórnmálamenn á Íslandi.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.12.2024 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband