11.12.2024 | 10:36
Lögum um kynrænt sjálfræði þarf að breyta eða fella úr gildi
Margir láta í sér heyra og tala um kyn sem eitthvað huglægt. Að við getum valið kyn allt eftir hvernig okkur líður. Það er ekki rétt. Kyn er ekki valkvætt. Kyn er líffræðilegt og óbreytanlegt, segir í steigan.no.
Hvernig komumst við, í alvöru, á þann stað að huglægur skilningur á raunveruleikanum yfirgnæfir náttúruvísindin, og segir okkur að hægt sé að skipta um kyn?
Jæja, við erum með ríki sem hefur ákveðið að það sé huglægur skilningur á raunveruleikanum sem eigi við, að konur geti verið með getnaðarlim og að karlar geti fætt barn. Þegar þetta er nú í fararbroddi í leikskólum og skólum, er maður ekki hissa sá sem ,,gúgglar þetta og fær upp sem,,staðreynd" að karlar geti farið á blæðingar skal engan undra, en það er bein afleiðing af lagabreytingum um kynrænt sjálfræði.
Það var áhugavert að heyra þingmanninn sem datt úr af þingi, vegna þess að fólk fékk nóg af ,,vókinu sem Píratar og Vinstri grænir hafa boðið undanfarin ár, að halda fram að jafnrétti hinsegin fólks væri í hættu. Þórhildur Sunna talaði ekki orð um réttindamissi stúlkna og kvenna, einkarými þeirra. Hinsegin fólk hefur nákvæmlega sömu réttindi og aðrir.
Í Noregi hafa foreldrar risið upp gegn klámvæðingu í bókum ætlað börnum. Hér má lesa færslu um að skólabókasöfn hafa fjarlægt ákveðna bók, of mikil klámvæðing fyrir börn. Þessi sama bók var þýdd hér á landi, íslenskir foreldrar hvar eru þið? Fræðslustjórinn sem fékk málið í sínar hendur var sammála foreldrum sem kvörtuðu. Börnin í fyrirrúmi þarna.
Athugasemdir
Nei Helga, útvíkkum þetta aðeins frekar. Ég er kominn á þann aldur að ég myndi styðja aldursrænt sjálfræði.
Örn Gunnlaugsson, 11.12.2024 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.