Er milljónin handan við hornið

Ekki laust við að spenna ríki meðal kennara þegar Ástráður segir að nýr taktur sé í samningaviðræðum við kennara. Nú er unnið með málin frá öðru sjónarhorni segir hann á Vísi, vinnulaginu breytt. Er milljónin handan við hornið? Mjöll Matthíasdóttir formaður Félags grunnskólakennara sagði kennara vilja milljón,væntanlega gefur hún ekki þumlung eftir. Það yrði vonbrigði fyrir grunnskólakennara og svik við þá af hálfu formannsins. 

Eftir uppákomuna með ,,fjárkúgun" KÍ, ef þið borgið launin þá aflýsum við verkfalli virðast menn tala betur saman. KÍ vildi spara greiðslur úr verkfallssjóði með þessari aðgerð því peningar sjóðsins streyma út, rétt eins og á sem rennur til sjávar.

Læknar aflýstu verkfalli svo þar er vonandi að smella saman. Verður fróðlegt, þegar samningur er í höfn, að heyra hvað læknar sætta sig við.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband