13.11.2024 | 08:20
Frumvarp sem takmarkar málfrelsið
Í Ástralíu heldur brjálæðið áfram. Nú komust lög í gegnum neðri deildina sem takmarkar tjáningarfrelsi landans. Ríkisstjórnin mun verða úrskurðaraðili sannleikans.
Frumvarpinu var komið í gegnum þingið á meðan þingmenn voru uppteknir af forsetakosningunum í USA. Frumvarpið sem kallast MAD mun takamara málfrelsi og refsa þeim sem eru á móti stjórnvöldum.
Þeir sem hafna hinsegin hugmyndafræðinni, að karlmaður geti verið kona, að karlmenn eigi ekki heima í kvennarýmum, íþróttum eða annars staðar þar sem einkarými kvenna eru, eiga á hættu að lenda í vandræðum ef öldungadeildin samþykkir lögin líka.
Lögn vernda ekki lögbundin réttindi kvenna eins og þau eru. Verkamannaflokkurinn veit um ,,woke andstöðu almennings og eru hræddir vegna komandi kosninga. Þeir urðu fyrir höggi í fylkiskosningunum og hafa tekið eftir því sem gerist um allan heim. Stefnu öfga-vinstri er hafnað.
Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir alla Ástrala þar sem sannleikurinn verður ekki byggður á staðreyndum heldur því sem ógnar stjórnvöldum. Það má ekki viðgangast.
Þessi löggjöf er í anda stefnu Vg og þeir reyndu að koma inn í þingið, takmarka tjáningarfrelsi manna og refsa þeim sem segja sannleikann.
Hér má lesa greinina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.