Baunabyssuverkfall kennara, afar eru klókir

Margt skemmtilegt kemur frá öfum. Ábyggilega líka ömmum ef þær láta í sér heyra. Las þessa grein eftir einn afa. Hann talar um baunabyssuverkfall kennara. Gat ekki annað en hlegið. Bloggari hafði ekki hugmyndaflug í nafngiftina. Kannski hefur afinn rétt fyrir sér. Máttleysi kennara í þessari baráttu er ótrúlega mikið. Einstaka skóli hér og þar um landið í verkfalli. Veldur óþægindum hjá þeim fáum sem verða fyrir barðinu á verkfallinu.

Kennarar virðast ekki hafa mikla samúð með baráttu sinni. Eftir að kennarar í Lundarskóla á Akureyri neituðu börnunum um að taka námsefni með sér heim reiddust margir, líka þeir sem hafa stutt kennara í verkfalli. Auðvitað eiga börnin að taka bækur með heim, bækurnar eru eign sveitarfélaganna. Kennarar eru ekki í baráttu við nemendur sína heldur sveitarfélögin og starfsstjórn ríkisvaldsins.

Hver grunnskólakennari ætti að gleðjast yfir að börnin vilji læra heima, halda áfram með námsefnið af sjálfsdáðum. Að dranga úr þrautseigju þeirra og áhuga er óþarfi. Það kemur ekki niður á baunabyssuverkfallinu.

Ef kennarar á öllum skólastigum ætla sér í verkfall gerið það þá almennilega eða sleppið því.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband