31.10.2024 | 10:24
Breyta þarf fánalögum
Þau orð Einar borgarstjóra að fáni Úkraínu muni blakta við hún hjá ráðhúsi borgarinnar þar til sigur Úkraínu er í höfn er óboðlegt. Hér er um ríkisstofnun að ræða og enginn þjóðfáni, annar en sá íslenski, á að blakta þar. Í undantekningatilfellum þegar ráðamenn annarra ríkja eru í heimsókn.
Mörg lönd eru í stríði. Borgarsjtóri ákveður að betra sé að styðja eitt land með flöggun fána en annars. Við flöggum fyrir landi sem var það spilltasta í heimi áður en stríði braust út. Skyldi það vera enn! Forseti Úkraínu neitar að halda kosningar og situr á forsetastóli án umboðs.
Það kemur ekki nægilega skýrt fram í fánalögum að bannað sé að flagga öðrum fánum en þeim íslenska við opinberar byggingar en það þarf inn í lögin. Dæmin hafa sýnt það.
Sama á við um marga skóla, sem nota fánastangir sínar fyrir áróður sem nemendur og starfsmenn þurfa að hafa fyrir augum sér hvern dag.
Hér má lesa fánalögin; 34/1944: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið | Lög | Alþingi
Athugasemdir
Mjög þörf og góð grein Helga Dögg. Það er fyrir löngu orðið tímabært að hér á landi verði ÍSLENSKI FÁNINN SETUR Í FYRSTA SÆTI OG HONUM SÝND VIRÐING. Erlendu fánum á aðeins að flagga við þarlend sendiráð og búið.........
Jóhann Elíasson, 31.10.2024 kl. 11:17
Það mætti athuga að breyta fánalögunum á þann hátt að nokkur maður vilji/nenni að flagga *ÍSLENSKA* fánanum.
Ég sé eiginlega alla aðra fána í kringum mig.
Ásgrímur Hartmannsson, 31.10.2024 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning