27.10.2024 | 09:50
Heiður og múslímasystkin
Öll þekkjum við sögur af heiðursmorðum og ofbeldinu sem fylgir því að fara ekki eftir trúarbrögðum íslams. Eitt mál hefur ratað í dómskerfið hér á landi. Með fjölgun múslíma má búast við fleiri málum af sama toga. Í langflestum tilfellum eru það stúlkurnar sem lenda í þessu.
Í Danaveldi er þetta vel þekkt. Dómar hafa fallið. Hér má lesa um einn slíkan.
Stúlka var beitt hrottalegu ofbeldi af bróður sínum, hann er íranskur ríkisborgari. Krepptur hefni, spark í höfuðið og ryksuga notuð til að berja hana. Nú hefur hann, sem er 25 ára, verið dæmdur í átta mánaða fangelsi skilorðsbundinni brottvísun og heiðursofbeldi gagnvart systur sinni sem er 24 ára.
Hún vann það til saka að fylgja karlmönnum á Instagram segir bróðirinn og farið gegn ramma trúarinnar.
Læsti hurðinni svo hún gæti ekki stungið af
Ofbeldið átti sér stað þann 10. júní þegar fórnarlambið kom heim í íbúðina móður sinnar í Árósum.
Hún hitti bróður sinni sem sakaði hana um að fylgja mörgum karlmönnum á Instagram, með því telur hann að hún hafi brotið gegn trúnni. Hann æsti hurðinni svo hún gæti ekki stungið af. Hann sló hana mörgum sinnum með krepptum hnefa, sparkaði í höfuðið meðan hún lá í gólfinu og sló hana með ryksuguröri.
Að auki þvingaði hann hana til að fjarlægja alla karlkyns reikninga eða blokka þá.
Fjölskyldumeðlimur kallaði eftir hjálp. Lögregla og sjúkralið mætti á staðinn. Stúlkan meiddist töluvert eftir árásina og var færð á slysavarnadeildina.
Viku eftir árásina fann lögreglan bróðurinn sem var kærður og settur í varðhald.
Dómstóllinn: Trúarbrögð og heiður veldur harðari refsingu
Fyrir dómi lagði ákæruvaldið fram nokkur bréfaskipti í farsíma hins 25 ára gamla þar sem hann skrifar bróður sínum um gjörðir systur sinnar á samfélagsmiðlum.
Tilefni árásarinnar skiptir miklu máli í þessu máli og dómstóllinn taldi það sannað bróðurinn vildi að systirin hagaði sér í takt við trúarskoðanir þeirra. Hann var dæmdur fyrir gróft ofbeldi sem var knúið áfram af trúarbrögðum og heiðri sagði dómarinn í málinu.
Hann neitaði sök og áfrýjaði málinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.