21.10.2024 | 08:53
Sveitarstjórnarmál og Barnamálaráðstefnan
Eitt af erindum Barnamálaráðstefnunnar sem haldin var s.l. laugardag kom frá Þresti Jónssyni sveitarstjórnarmanni. Hann talaði um kostnað við skólakerfið og fleira.
Í erindi Þrastar kom fram að í Múlaþingi fara um 60% af tekjum sveitarfélagsins til skólamála. Að hans mati virðist það óvinnandi vegur að fá því breytt eða gagnrýna umræðu um málaflokkinn.
Sveitarstjórnarmaðurinn velti fyrir sér hvort fræðslumálin eigi bara að vera á sjálfsstýringu. Um 60% af tekjum hvers sveitarfélags eru miklir peningar og engin þarf að undrast að menn vilji skoða innihald, verklag og kennslu í skólum á svæðinu.
Þröstur hefur komið inn á hinsegin málefninu fyrir leik- og grunnskólana. Múlaþing eins og mörg önnur sveitarfélög eyða nokkrum milljónum til að fá ófaglært fólk til að ræða hinsegin fræðin sem standast ekki staðreyndir né vísindi. Menn hafa brugðist ókvæða við þó hann hafi töluvert til síns máls. Auðvitað þarf að ræða þennan málaflokk og eyðslu sveitarfélaga í tengslum við hann.
Þröstur hélt fjarerindi þar sem hann komst ekki að austan. Dropinn holar steininn og vonandi heldur Þröstur áfram að vekja athygli á þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.