Barnamálaráðstefna haldin í gær

Í Hafnarfirði fór fram áhugaverð ráðstefna, Barnamálaráðstefna, í gær. Hópur fólks tók sig saman og kom henni á koppinn. Fólk víðs vegar að hélt fyrirlestra um málefni er varða börn frá leikskólaaldri og upp að 18 ára aldrei, þegar þau teljast sjálfráða.

Skipuleggjendur ráðstefnunnar buðu skólafólki á höfuðborgarsvæðinu, í hundruða tali, en það lét ekki sjá sig. Merkilegt. Einn kom með þá skýringu að kennarar væru vinstri sinnaðir og ráðstefnan hefði þ.a.l. ekki höfðað til þeirra. Áhugaleysi stéttarinnar sagði annar. Meðvirkni kennara sagði sá þriðji. Ýmsar getgátur á lofti.

Erindi ráðstefnunnar voru tekin upp og samkvæmt skipuleggjendum verður þeim dreift á netið. Málefnin komu úr öllum áttum, tjáningarfrelsið og þöggun, sveitarstjórnarmál eins og þau tengjast skólakerfinu, skólakerfið og hinsegin fræðin, trú og menning í breyttu samfélagi, heilbrigðikerfið og hinsegin fræðin, samfélagsmiðlar og fleiri.

Allt voru þetta áhugaverð erindi og varpaði ljós á margt sem maður vissi ekki áður. Sumir fyrirlestrarnir gefa fólki ástæðu til að kafa dýpra í efnið, því það er takmarkað hverju menn koma frá sér á 20 mín.

Takk þið sem stóðuð að ráðstefnunni, vonandi verður leikurinn endurtekinn.

nafna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband