10.10.2024 | 10:18
Stúlkur biðla
Það er eitthvað að í heimi sem hundsar stúlkur. Heimi þar sem nóg pláss er fyrir alla. Heimi þar sem lítið er gert úr kvennmannslíkamanum. Lítið gert úr íþróttum kvenna. Lítið gert úr einkarýmum þeirra. Lítið gert þeð þeirra óskir.
Það er eitthvað að í þessum heim að lítilsvirðinig fyrir konum gengur svo langt að orð sem gilda um þær eru fjarlægð af stjórnvöldum. Lítilsvirðing við þær að hitt kyni eigni sér orð sem konur eiga, en auðvitað berjast konur á móti.
Stúlkur hafa misst af ýmsum tækifærum, því hitt kynið er tekið framyfir, jafnvel þegar á við um konur. Hlustið hér.
Stöndum með stúlkum! Dagurinn í dag er tileinkaður stúlkum.
Athugasemdir
Þvílíkur hömlulaus innantómur vælukór kvenna. Það er svo erfitt að vera kona eða stelpa, þær þurfa altaf að berjast við karla sem hafa forskot í amkeppnini og bla bla bla. Óstöðvandi væl öllum stundun. Þessu væli hef6r almenningur þurft að sitja undir alla tíð. Er ekki tímabært að þessari sjálfsvorkun linni? Ef þú færð ekki eitthvað áreynslulaust þá er það af því að þú átt það ekki skilið. Take it like a man.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.10.2024 kl. 15:40
Takk fyrir innlitið Bjarni.
Hér er um að ræða hóp kvenna sem berst fyrir að íþróttir kvenna séu fyrir konur, ekkert væl við það.
Hér er um að ræða hóp kvenna sem berst fyrir að baða sig án þess að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, hafi aðgang að sömu baðaðstöðu.
Hér er um að ræða hóp kvenna sem þurfa að sætta sig við að karlmaður, sem skilgreinir sig sem konu, yfirtaki orð sem gilda um konur í tungumálunum, s.s. leg, leggöng, móðir, fæðandi kona.
Kallir þú það væl Bjarni máttu það, en þetta kallast að berjast til að viðhalda réttindum sem tekin eru af konum.
Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 10.10.2024 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.