9.10.2024 | 07:56
Tímabært að taka flauelshanskana af þegar rætt er um LGBT+
Áhugaverður pistill birtist í Jyllands-posten á dögunum. Stjórnmálamenn í Danaveldi virðast vera að vakna úr meðvirkninni þegar hugmyndafræðin sem skaðar börn og ungmenni er annars vegar. Hvað með þá íslensku?
Millifyrirsögnum var bætt við.
,,Okkur ber skylda til að tryggja að viðkvæmir borgarar og sérstaklega börn og ungmenni séu ekki lögð í hættu hvað heilsuna varðar. Það er við hæfi að ræða hvort ekki sé kominn tími til að hætta samstarfinu við LGBT+.
Hættan á að vera kallaður transfóbískur og að við sýnum ekki samúð getur hrætt okkur og verður til þess að við tjáum okkur síður. Þegar láta líta úr fyrir að vera víðsýnn þá lokar þú augunum og gleymir almennri skynsemi. Spurningin er hvort við höfum ekki bara lokað augunum þegar kemur að LGBT+.
Vísað til útlanda
Regnbogaráð Danmerkur hefur lýst því hvernig LGBT+ samtökin vísi fólki á heilsugæslustöðvar erlendis ef því er neitað um hormónameðferð og ,,kynleiðréttingu í Danmörku eftir læknisfræðilegt mat. Þar á meðal er heilsugæslustöð sem hefur sætt mikilli gagnrýni og er í málaferlum en auglýsir á heimasíðu sinni: ,,Fáðu kynstaðfestandi lyf á aðeins þremur til fimm dögum.
Þú getur fengið staðfestingu á þessu með einfaldri skoðun á LGBT+ vefsíðunni.
Það sem verra er, samtökin hafa lagt fram bréfaskipti við dönsku stofnunina sem fer með öryggi sjúklinga, þar sem stofnuninni er gerð grein fyrir þessum ráðleggingum frá LGBT+.
Í tölvupóstinum greinir stofnunin frá ,,house by" og svarar að það sé algjörlega í samræmi við lög að innleysa lyfseðla í Danmörku fyrir stopphormón sem ávísað er frá heilsugæslustöðvum í ESB.
Löglegt með ríkisstuðningi
Eitt er hvort LGBT+ í hlutverki sínu við að hjálpa óhamingjusömu fólki stofni siðferðinu og siðgæðinu í hættu. Annað er að sveitarfélög og ríki vinni saman og styðji fjárhagslega við þá ráðgjöf sem LGBT+ býður upp á og að LGBT+ sé notað sem samráðsaðili í málum sem varða homma, lesbíur og trans-fólks. Vegna þess að hið opinbera í Danmörku gerir það með því að styrkja samtökin og gera ráðleggingar þess lögmætar.
Börn og ungmenni
Þegar börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu eiga í hlut og grunur leikur á að það grafi undan danska heilbrigðiskerfinu eða stofni heilsu og öryggi sjúklinga í hættu verður hið opinbera að bregðast skjótt við.
Og ef danska heilbrigðiskerfið hefur sagt ,,nei" við meðferð, þá liggur læknisfræðileg ástæða að baki. Það má því búast við því að danska öryggis stofnunin hafi dregið rauðan fána að húni þegar athygli hennar er vakin á hvað hefur gerst.
Þrátt fyrir að stofnunin hafi ekki eftirlitshlutverk með fagfólki sem er ekki heilbrigðisstarfsfólk, eins og LGBT+, er samt ábyrgðin á herðum þeirra að vernda börn og ungmenni gegn siðlausri eða hugsanlega hættulegri heilbrigðisþjónustu.
Þegar börn og unglingar fá aðgang að kynþroskablokkurum og hormónum, utan við danska lækniseftirlitið, geta komið upp alvarlegar afleiðingar sem uppgötvast ekki í tæka tíð. Það getur leitt til læknisfræðilegra mistaka, rangra skammta eða aukaverkana sem ekki greinast. Ef grunur vaknar um að slíkt eigi sér stað á erlendum heilsugæslustöðvum ætti að upplýsa ráðherra svo hægt sé að grípa til varúðar ráðstafana.
Ónot í eigin skinni
Börn og ungmenni sérstaklega þau sem upplifa ónot í eigin skinni er viðkvæmur hópur sem getur átt við alls kyns erfiðleika að stríða sem tengjast ekki endilega kyni. Þau geta því verið viðkvæm og í hættu þegar ákvarðanir sem hafa gríðarlegar afleiðingar eru teknar. Það ætti ekki að afhenda börnin í fangið á heilsugæslustöðvum þar sem meðferðir eru ekki háðar sömu eftirliti eða gæðastöðlum og í Danmörku.
Okkur ber skylda til að tryggja að viðkvæmir borgarar og sérstaklega börn og ungmenni verði ekki fyrir alvarlegri heilsufarsáhættu. Og það er við hæfi að ræða hvort ekki sé kominn tími til að hætta samstarfinu við LGBT+.
Þetta felur í sér að hætta öllum niðurgreiðslum og fjarlægja samtökin sem ráðgjafaraðila þar til ítarleg rannsókn hefur farið fram á ráðgjafarþjónustu þess og tryggja þannig að hún grafi ekki undan danska heilbrigðiskerfinu.
Pistilinn skrifuðu ; Dina Raabjerg talsmaður jafnréttismála KF (Íhaldsflokkurinn) og Per Larsen talsmaður KF um heilbrigðismál.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.