Eiga strákar að baða sig með stelpum og karlmenn með konum?

Auðvitað er það í þágu almennings að upplýst sé að einstaklingur sem hefur ráðlagt íþróttafélögum að leyfa karlmönnum, sem segjast vera konur, aðgang að búningsklefum stúlkna og kvenna sé sjálfur karlmaður sem skilgreinir sig sem konu. Þetta segir Katrine Brøgger

Bloggið sem Lotte Ingerslev skrifaði fjallaði um trans-aðgerðasinnann Nadia Jacobsen, karlmaður sem skilgreinir sig sem konu, sem hefur ráðlagt Danska knattspyrnusambandinu til að breyta viðmiðum þar sem strákar og karlmenn sem skilgreina sig sem stúlkur eða konur fái aðgang að búningsklefum stúlkna og kvenna. Bloggið undirstrikar markmið Lotte, að upplýsa almenning um málið, hún eltist ekki við einstakling.

Löggjafar okkar hafa á hinn bóginn, með útvíkkun kafla 266b um hatursorðræðu um kynvitund ásamt jafnréttisnefnd okkar, heft málfrelsi borgara í þágu ímyndaðs góðs málefnis með því að ákveða að dómskerfi og fjölmiðlar gaslýsa íbúa með fölskum fornöfnum og gera menn að glæpamönnum fyrir að segja sannleikann; að karlmaður sem skilgreinir sig sem konu sé karlmaður.

Það er ljóst að stefnan á hendur Lotte Ingerslev og annarra sem berjast fyrir réttindum kvenna er liður í að þagga niður í þeim. Því má við bæta að sama gerist hér á landi, þagga á niður í þeim sem lofsyngja ekki trans-málaflokkinn eins og hann birtist þjóðinni.

Til viðbótar við stefnuna, samkvæmt kafla 266b í dönskum hegningarlögum, hefur trans-aðgerðasinninn Jacobsen höfðað einkamál gegn Lotte Ingerslev sem tengdi myndbönd Jacobsen á youtube við upphaflegu grein sína sem hún hefur nú breytt.

Frænka mín er 4 ára og fer í fótbolta. Þetta er fyrir hana og allar aðrar stelpur segir Katrine.

Hér má finna færsluna.

Til að svara spurningunni sem er fyrirsögnin er svarið einfalt í huga flestra, NEI. Kynskipta á einkarýmum. 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband