Íþróttakonur kæra þátttöku karla í íþróttum

Nú má taka hatt sitt ofan fyrir ungum stúlkum. Íþróttakonum sem láta sig varða félaga og andstæðinga sína og það sem mikilvægasta, íþróttakonur framtíðarinnar.

Í mars kærðu sextán íþróttakonur (fulltrúar hóp íþróttamanna) National Collegiate Athletic Association (NCAA) og Georgia Tech (auk nokkurra einstaklinga) fyrir mismunun samkvæmt titli IX og jafnréttisákvæði 14. viðaukans. Georgia Tech stóð fyrir NCAA landsmeistaramótinu í sundi 2022 þegar Lia (Will) Thomas, karlkyns sundmaður sem var ekki samkeppnishæfur í karlaliðinu, fékk að keppa í kvennaflokki og nota búningsklefa kvenna. Thomas sigraði í 500 skriðsundi kvenna og afklæddist nakinn fyrir framan naktar konur í búningsklefanum.

Málsóknin er fjármögnuð og leidd af hópnum ,Independent Council on Women's Sports (ICONS) og fulltrúi íþróttamannanna er Bill Bock, fyrrverandi lögfræðingur bandarísku lyfjaeftirlitsins (USADA) sem sagði sig úr NCAA nefndinni. Ástæðan var reglugerð sem leyfði karlmönnum, sem skilgreina sig sem konur, að keppa í kvennaíþróttum.

Blakkona bætist við

Brooke Slusser hefur nú bætt nafni sínu við þá málsókn og segir að hún hafi verið neydd bæði til að keppa og deila búsetu með Fleming án þess að tilkynna fyrirfram að hann væri karlmaður.

Slusser flutti til San Jose State árið 2023 og gekk til liðs við kvennaliðið í blaki. Hinn umdeildi leikmaður, heitir Flemming, og hann bjó meðal stúlknanna líka, þar á meðal Slusser. Á ferðlögum var henni gert að vera í herbergi með honum. Hún uppgötvaði síðar að það var hans ósk.

Samkvæmt kvörtuninni gat Slusser sagt að Fleming ,,spilaði blak með stökkgetu og krafti sem engin stúlka hafði." Hún heyrði síðan samtal meðal nemenda sem vísuðu til hans sem stráks og áttaði sig á hvers vegna geta hans var svona mikil.

Slusser óskar ekki eftir að Flemming sé lagður í einelti, en henni finnst ekki sanngjarnt að stúlkur spili á móti strákur. Það er hvorki öruggt sé sanngjarnt fyrir konurnar í liðinu né andstæðingana. Flemming slær boltann af meiri krafti og hraðar en nokkur kona sem hún hefur spilað á móti.

Þegar kyn hans varð opinber sögðu forsvarsmenn blakhreyfingarinnar að þær ættu ekki að tala um það við neinn utan liðsins. Það færi illa fyrir liðsmönnum ef þeir sögðu frá að hann væri karlkyns. Þetta kemur fram í kvörtuninni.

Slusser gerði hið rétt, lagði nafn sitt við málsókn þar sem NCAA er fordæmt fyrir andstyggilega stefnu sína að leyfa karlmönnum að keppa í kvennaflokki.

Lesið hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband