Enn karlaheimur!

Billy Bragg hefur tístað um stöðu kvennamála. Það virðist fara í taugarnar á fólki að menn bendi á réttindi kvenna sem hverfa þegar karlmaður er sagður kona. Gef henni orðið;

"... Það eru karlar í kvennafangelsum, þar á meðal barnaníðingar og nauðgarar.

Konum í fangelsi er refsað af ríkinu fyrir að nefna þessa menn sem karla.

Það eru karlar í kvennaíþróttum sem niðurlægja íþróttakonur á meðan þeir stela viðurkenningum þeirra og þessir menn eru líka í búningsklefum þeirra.

Það sama á við um stráka í íþróttum og rýmum stúlkna.

Konum hefur verið nauðgað, þær barðar og stungnar í athvörfum af körlum vegna þess að athvarfið lætur eins og karlar séu konur.

Konur á geðdeildum liggja við hlið karla í næsta rúmi sem þykjast vera konur og þær eru gaslýstar af starfsfólki að það sé enginn karlmaður þar.

Sama á sjúkradeildum.

Stelpum er kennt að ef þær fylgja ekki kynjuðum staðalímyndum, ef þær passa ekki við væntingar samfélagsins eða líður illa með líkama sinn, þá gætu þær ,,í raun verið strákar".

Konur og stúlkur láta fjarlægja brjóst sín, eitra líkama sinn með testósteróni, þjást af sársaukafullum aukaverkunum, snemmbúnum tíðahvörfum, ófrjósemi og svo margt fleira, allt í leit að ómögulegri lygi.

Orðin kona og stelpa hafa verið endurskilgreind sem blandað kyn og þar með eyðilagt öll réttindi kvenna og vernd, alla sögu okkar og afrek, getu og möguleika okkar til að tala um okkur sjálfar, málefni okkar og skipuleggja okkur í kringum þau.

Þetta er bara toppurinn af ísjakanum af skaðanum sem verður vegna afneitunar eigin kyns.

Þetta er enn karlaheimur. ..." Hér má lesa færsluna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband