Háskólastúdentar hafa í nógu að snúast

Undir kjörorðinu; Stöðvum heilaþvott í háskólunum: kynin eru bara tvö.

Háskolastúdentar höfðu nóg að gera við að deila út sannleikanum. 

Í upphafi skólabyrjunar hafa aðgerðasinnar í háskólunum í Danmörku verið á ferli til að mótmæla þeim áróðri sem ungir stúdentar verða fyrir í háskólum. Þeir fórum um og settu upp stóra límmiða til að minna fólk á sannleikann.

Í stað þess að veita nemendum vísindalega þekkingu eru þeim innrættar róttækar vinstrisinnaðar hugmyndir um kynjaóreiðu, femínisma, svokallaðs and-rasisma og margt fleira.

Frjálsri hugsun í háskólanum er ógnað af allt umlykjandi hinsegin hugmyndafræði og segja stúdentarnir sem hafa áhyggjur af þróuninni.

Hættum heilaþvotti og innrætingu í háskóla – kynin eru bara tvö! Þetta segja skynsamir háskólastúdentar í Danaveldi.

Þessi orð leiða hugann að íslenskum stúdentum. Hvenær rísa þeir upp gegn sömu innrætingu sem á sér stað í íslenskum háskólum. Ekki bara áróðrinum sem fer fram innan veggja skólans heldur í málfræðinotkuninni líka.

Það er þyngra en tárum taki þegar Háskólinn á Akureyri auglýsir viðburð og segir svo ,,öll velkomin.“ Þeir sem þekkja málfræðireglur vita að talað er um börn og dýr þegar orðið ,,öll“ er notað í þessu samhengi. Nei ekki háskólamenn á Akureyri, þeir virðast hafa gleymt málfræðireglunum.

Hlutverk málfræðireglna er að tryggja að tungumál sé rétt talað!

Hér má sjá ungu stúdenta að störfum. Vel gert hjá þeim.

kun to 2kun to 1kun to 3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband