3.9.2024 | 07:16
Trans ekkjurnar
Kynjahugmyndafræðin hefur margar dökkar hliðar og neikvæðar afleiðingar. Hún er uppspretta þjáninga og fáránleika. Þegar kynjahugmyndafræðin er kynnt til sögunnar þá er allt svo fallegt að það liggur við að hreinleikinn skíni frá hugmyndafræðinni. Svo er ekki.
Sem dæmi hefur kynjahugmyndafræðin mjög neikvæðar afleiðingar fyrir eiginkonur og börn þegar eiginmaðurinn ákveður að skilgreina sig sem konu. Heimildarmyndin ,,Á bak við lokað gler sker mann inn að hjartarótum. Myndin fjallar um konur og börn sem hafa kynnst skuggahlið trans-málaflokksins.
Hugmyndafræðin styrkir staðalímyndir um kynhlutverk. Við reynum að milda áhrifin, en með því að halda fram að þú sért fæddur í röngum líkama styrkir þú staðalímyndir. Sem strákur áttu að líta út eins og stelpa og haga þér sem slík og öfugt segir hugmyndafræðin. Börn fá ekki að vera eins og þau vilja vera.
Að vernda réttindi kvenna og samkynhneigðra er mikilvægt í þessari umræðu. Þessir hópar hafa á undanförnum árum misst réttindi til að þóknast minnihlutahópi. Stjórnmálamenn hafa séð til þess.
Hér má sjá heimildarmyndina. Hvet alla til að deila tenglinum og ekki síður að horfa. Þaggað hefur verið niður í trans ekkjunum og börnum trans-kvenna í áraraðir sem nú stíga fram. Þetta er ein af dökku hliðum trans-málaflokksins. Áhugavert að heyra að ráðgjafar voru flestir hliðhollir mönnunum, sem vilja verða konur, og ætluðust til að konurnar sættu sig við breytt ástand í hjónabandinu. Börn trans kvenna áttu að láta sem ekkert væri og brosa, eins og þau sættu sig við þetta. En svo var ekki!
Enn og aftur eru það konurnar og börnin sem blæða. Ekkjur trans kvenna! Ef þær samþykkja ekki ástand eiginmannsins eru þær kallaðar allt mögulegt. Tilraun til þöggunar. Kunnuglegt.
Athugasemdir
Eitt sinn vildu kannski sumar stelpur verða strákar því meira mark var tekið á strákum. Þannig eru barnabækurnar um "Fimm á Fagurey" osfv eftir Enid Blyton. Georgína sem vill vera strákur og að þau kalli sig Georg er þó ekki trans heldur í uppreisnarhug. Það er gert góðlátlegt grín að þessu eins og þetta sé barnaskapur í henni. Slíkt eldist af krökkum og er ekki óalgengt að þau séu stundum að fíflast með kyn en sætta sig svo við það sem er samkvæmt líffræðilegu kyni. Reyndar er nú sumsstaðar búið að slaufa Enid Blyton og þó seljast bækur hennar og eru enn meðal þeirra vinsælustu.
Ég held að stór hluti af þessum körlum sem láta breyta sér í konur sé vegna þess að þeir flýja skyldur karlmennskunnar, og finna andúð á körlum í femínískum samtímanum. En það er uppgjöf og á ekki að hvetja í þá átt.
Ingólfur Sigurðsson, 3.9.2024 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.