Karlmaður sem skilgreinir sig trans tapar dómsmáli

Kraftaverk gerast. Dómur á Spáni virðir orð konu, spænskan rithöfund, sem segir trans einstakling vera karlmann, sem hann er. Hann fór fram á 11 þúsund evra bætur. Taldi sig hafa orðið fyrir sársauka og þjáningu. Hvenær stoppar þessar endalausu málsóknir gagnvart málfrelsinu og sannleikanum, spyr sá sem ekki veit. Virðist vera eins og vírus um allan heim. Líka á Íslandi.

Dómarinn taldi að trans einstaklingurinn, karlmaðurinn, hefði það mikið af karlmannlegu útliti og líkamlegum einkennum að hægt væri að kalla hann karlkyn. Því hafi rithöfundurinn verið í fullum rétti að tala um hann sem karlmann.

Karlinn vildi ekki sættir. Hann sat uppi með allan málskostnað, sinn og rithöfundarins.

Lögfræðingurinn sem vann málið segir þetta góðan dóm þó búið væri að áfrýja honum. Þetta væri rétt skref til að verja tjáningarfrelsið og gegn þeim sem vilja beita ritskoðun vegna eigin vandamála með sjálfsmyndina. Dómurinn er líka góður, hann er fordæmisgefandi.

Lögfræðingurinn bendir á að hugmyndafræði er ætlað að þjóna tvennum tilgangi. Eyðileggja kjarnaviðhorf íbúanna til að auðveldara sé að yfirbuga þá. Og, til að gaslýsa fólk.

Hér og hér má lesa um málið sem er frá 1. maí s.l.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband