Nú á að níðast á fötluðum íþróttakonum

Þegar ein báran rís er önnur vís. Flett var ofan af hnefaleikakörlum sem börðu konur á OL í París. Heimurinn stóð á öndinni. OL nefndin varð sjálfri sér til skammar. Ekki batnar það.

Hörmungin heldur áfram. Nú á að níðast á fötluðum íþróttakonum sem taka þátt á OL fatlaðra í París. Fimmtugur karl sem segist vera kona fær að keppa við konur. Ætlar niðurlæging á íþróttum kvenna engan endi að taka?

Þegar KARL tekur pláss í kvennaflokki á OL fatlaðra þarf KONA að víkja. Hann, takið eftir HANN, karlmaðurinn tók pláss konu frá Spáni, Melendi Berges Gamez. Hún er sjónskert. Þetta er ekkert annað en kynjamisrétti sem er í gangi. Karlar hafa sinn eigin flokk og þar á hann að keppa.

Riley Ganien sundkona sem keppti á móti karlmanni hefur undanfarið unnið að réttindum kvenna í íþróttum en hún segir um þennan karl ,, Þetta er algjörlega geðveikt. 50 ára líffræðilegur karlmaður, Valentina Petrillo, verður fyrsti maðurinn til að keppa á Ólympíumóti fatlaðra kvenna. Eftir að hafa unnið tvenn bronsverðlaun í kvennaflokki hefur hann dirfsku til að halda því fram að hann ,,eigi þetta val skilið." Þetta er högg í andlitið á öllum íþróttakonum. Hvar er sanngirnin? Hvenær lýkur því?“

Fulltrúi ríkissamtakanna Trans Samtökin 78 fagna því að níðst sé á fötluðum konum en Þorbjörg sagði það ,,frábært“ að karlmaður taki þátt í íþróttum kvenna. Henni finnst í alvöru frábært að kona víki fyrir karlmanni í íþróttum kvenna.

Hvenær ætlar heimsbyggðin að sýna stúlkum að hún stendur með þeim?

14. august

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband